Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 5
SKINFAXI 19 Nemendafjöldi hefir verih minstur 14, mestur 28; meðaltal rúml. 20. Stofnandi og stjórnandi skólans er sókn- arprestur okkar Mýrhreppinga séra Sig- tryggur Guðlaugsson, og fyrstu árin hafði hann einn kensluna á hendi. Efnahagur skólans hefir frá byrjun ver- ið fremur þröngur; þannig naut hann fyrsta starfsárið aðeins 187 kr. skyrks af opin- beru fé (úr sýslusjóði og landssjóði) en ár frá ári hefir landsjóðsstyrkurinn farið vax- andi og þetta ár náði styrkurinn hámarki því, sem Iögin setja um styrkveiting til slíkra skóla (1000 kr.) Og eftir gerðum þingsins i sumar að dæma, eru mun betri horfur hvað efnahaginn snertir í framtíðinni. — Eins og gefur að skilja hefir verið og er nóg með fé að gera hér, þar sem skóli er i byrjun sem vill fylgja réttmætum kröf- um tímans með kenslu, kensluáhöld, hús- rúm og hollustuhætti. Að skólinn hefir nú sæmileg kensluá- höld og húsakynni, er að þakka dæma- fárri elju og ósérplægni skólastjórans. Stefna og markmið skólans Iýsir sér best með fæstum orðum i 1. gr. reglu- gerðar hans; hún er á þessa leið: „Skólinn setur sér fyrir að veita nem- endum sem notadrýgsta þekkingu á al- þýðlegum fræðum, en einkum að vekja og styrkja vilja þeirra til skyldurækni í stöðu sinni, vei-ma tilfinningar þeirra fyrir fögru og góðu glæða ást þeirra til föðurlands- ins og löngun þeirra til að vinnaað hvers- konar menning og framförum“. Þessar námsgreinar eru kendar í skól- anum. a. Föðurlandssaga, bókmentir að fornu og nýju og ágrip af þjóðhagfræði. b. Mannkynssaga. d. Móðurmálið: málfræði, stílfærni, og rétt- ritun og lestur (fegurðarlestur). e. Landafræði f. Náttúrufræði: jurtafr., dýrafr., mannfr. og heilsufræði. g. Stærðfræði h. Söngur i. Teiknun k. Líkamsæfingar. Kenslan er framkvæmd með fyrirlestr- um, samtölum, bóklestri og verklegum úr- lausnum og tilraunum, og alt með það sérstaklega fyrir augum að vekja og efla sjálfstarf nemendanna. Skólinn fylgir, í öllum meginatriðum stefnu þeirri sem kend er við Grundtvig, höfund lýðháskólastefnunnar á Norðurlönd- um. Allir sem kynst hafa þessum almennu lýðháskólum í Danm. nú í seinni tíð, vita að þeirra veika hlið er of litið sjálfstarf nemendanna og því hætt við að bæði áhrif og þekking verði grunnfær og skammæ. — Að sjálfsögðu er Askov-skólinn hérfrá- skilinn og fleiri stærri skólanna. Ég hefi nú í fám orðum sagt sögu skól- ans; getið um stofnun hans, starf og stefnu hið ytra. Sú saga hefði getað verið mikið lengri. Sagan um starf hans hið innra á hinu eiginlega starfssviði hans, í hugum og hjört- um þeirra sem notið hafa fræðslu í hon- um verður enn styttri hér í blaðinu, þvi hvorki get ég sagt hana og á ekki að segja hana. — Hún á að verða lesin út úr lífsstarfi nemendanna á ókomna tim- anum. Það er að vísu ekki stór hópur, sem setið hefir skólabekk hér tæpl. l1/^ hundr. ungmenna, en með tímanum bætist við. — Þessi ósagða skólasaga héðan verður því að líkindum bara smásaga, en það gerir ekkert til, Guð gefi að hún verði falleg, efnismikil og lærdómsrík! Skólinn er jafnframt sameiginlegt heim- ili og félagsbú nemenda og kennara, þvi allflestir nemendurnir eru í heimavist. Félag hafa nemendur með sér (U. M. F.) og halda málfundi vikulega og rita blað. Glímur eru æfðar einu sinni í viku hverri. Skíða- og skautaferðir og útileikir er iðkr að eftir föngum auk líkamsæíinga.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.