Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1914, Page 2

Skinfaxi - 01.12.1914, Page 2
138 SKINFAXI lega hefir þessum manni verið ómögulegt, eftir heimkomuna að losa sig til fulls við ferðaáhrifin, að gleyma því, að Island alt var föðurland hans, og að þó svo væri, og þó að margt skildi þjóðirnai (þá ekki síst okkur og Dani), þá voru þó, efdýpra var grafið, mannleg bönd, sem bundu þjóð við þjóð og mann við mann, þrátt fyrir mismunandi uppruna. Með þvilíka reynslu að baki hefir ættjarðarástin göfgast, Iosn- að við mikið af yfirlætisfullum heimagor- geir, en orðið að staðgóðri þekkingu á þeim kostum og gæðum sem landið og fólkið hefir í raun og veru, borið saman við önnur lönd og þjóðir. En nú vill svo illa til, að inmuiiands. óskir eru ekki hestar, og þess- vegna geta ekki betlarar hleypt á sprett. Ekki geta allir ferðast út um öll lönd og séð þeirra dýrð, Skyldustörf- in og efnaleysi binda margan heima, sem vildi fljúga, ef hann hefði vængi. En næst- um enginn er nú svo efnalítill eða háður, að hann geti ekki farið um stund að beim- an og leitað sér atvinnu í öðrum héruð- um, helst í öðrum landsfjórðungi. Alt af er nóg að sjá og læra, og stundum hitt og þetta, sem ber að varast. Eg þekki einn Sunnlending, einhleypan mann, sem hefir hagað svo atvinnu sinni um fáein ár, að heita má að hann þekki alt landið af eigin sjón, og án þess að hafa mist í nokkurs fjármunalega. Hann hefir kunn- að að ráða sig í kaupavinnu og að ferð- ast heiman og heim, og hafa augun opin, þar sem hann fór um. Það er alt og sumt. Að siikum ferðum hér innanlands er hið mesta gagn, til að vekja lifandi og reynslufengna skoðun á þvi, hvað ísland er fyrirtaksfallegt land og hvað mikið er af góðu eðli í þjóð okkar, þrátt fyrir alt og alt. Við erum undarleg þjóð, fullir ótrúlegra mótsetninga. Á sumum sviðum sérstaklega i landsmálaframkomu og fjár- málum út á við, er hegðun þjóðarinnar, þ. e. þeirra sem þar eru ráðandi, á bor& við það sem lélegast er til í suðaustur~ horni álfunnar. En farið um sveitir og bygðir hér, þar sem hin danska úrgangs- menning hefir ekki snortið fólk. Farið um Snæfellsnes, sem nú er fjármunalega í hinu hörmulegasta ástandi allra héraða á landinu. En þar finnast enn þá menn. I kofum, sem hríðleka eins og hrip, ]iar sem dyr á geymsluherbergjum eru svo lágar að maður skríður inn á fjórum fótum; þar sem kuldinn er svo mikill í hæjarhrófun- um á veturnar, að alt frýs og mæðurnar halda lífinu í ungbörnunum, með því að vefja þau í sauðargærum. En þarbýrfólk, sem er svo látlaust og drengilegt í skift- um og framkomu, að maður hressist við að rifja upp í huganum lítilfjörleg smáat- vik, sem hrugðið hafa Ijósi yfir hugarfar þess. Annað mál er það, að þetta hrein- skilna og hrekklausa fólk er illa fært til að bjarga sér, þar sem það á í höggi við lævísa og eigingjarna fésýslumenn. En ferðamennirnir minnast slíkra útkjálkabúa eins og skemlilegra en veikbygðra söng- i'ugla, sem gaman er að sjá og heyra á sumrin, en bágt að vita kalda og hrakta í vetrarharðindunum. Ef fleirum sýndist eins og mér, að auk- in ferðalög milli sveitahéraða hér á landi væru æskileg, þá gæti svo tarið, að ung- mennafélögin gætu taisvert gert, til að greiða fyrir því, ekki síst þegar héraða- samböndin eru komin á. Setjum svo, að uriglingur norðan af Langanesi vilji fá sér sumarvist í Borgarfirði. En hann þekkir þar engan persónulega, en vill ekki fara, nema hann komist á gott heimili. Þá skrifar hann héraðsstjórn ungm.fél. í Borg- arfirði, því hann veit að staðan er trygg- ing þess, að fram úr verði ráðið með heil- um hug, og biður að koma sér fyrir. Ivunnugum manni verður það fyrirhafnar- laus greiði að útvega kaupavinnuna, þó að fjarstöddum manni hefði reynst það erfilt Þegar þetta lag væri komið á, gæti

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.