Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1914, Page 7

Skinfaxi - 01.12.1914, Page 7
SKINFAXI 143 tjóni. Visindaleg rannsókn hefir sýnt, að hún drepur niður vilja og áhuga en fóstr- ar kæruleysi, og i bæjum er það algengt, að börn byrja að stela til þess að svala tóbaksástríðunni, og eru þannig skrefi nær því að verða að glæpamönnum. Við meg- um ekki búast við því, að sú kynslóð, sem elst upp við tóbakseitrið verði þeim kostum búin, sem þurfa til þess að byggja upp framtíð Islands. Er það þá ekki heilög skylda okkar allra að vinna á móti tóbak- inu. Eða á tóbaksnautnin að sitja í fyrir- rúmi fyrir framförum í landinu? Er það ekki vinnandi verk að útrýma tóbaksnautn, eða skyldi okkur ungmenna- félögum vera það ofvaxið? Tóbaksnauttiin helst við á þann hátt, að börnin læra hana af fullorðna fólkinu. Unglingarnir þj'kjast vaxa af því að vera að þessu leyti eins og fullorðna fólkið, og þeir vaxa I augum hvers annars við að geta boðið vindil eða 1 nefið. Þessu ríkjandi almenn- ingsáliti þurfum við að breyta, en til þess að breyta því þurfum við að vera sam- laka. Þá ætti það að vera auðvelt. Það þarf aðeins að varna því um nokkurra ára skeið, að unglingar byrji á því að neyta tóbaks; það þarf aðeins að ala upp eina tóbakslausa kynslóð. Tóbakið er ekki svo girnilegt, að það þurfi að óttast, að menn fari að nota það aftur, þegar því hefir einu sinni verið útrýmt. Afleiðingar tóbaksnautnar hafa svo ill áhrif á fram- gang allra velferðarmála, að nauðsyn ber til að snúist sé alvarlega gegn henni, og í þeirri baráttu má enginn, sem lagt getur nokkuð lið, setja Ijós sitt undir mæliker. Jón Dúason* Heyforðabúr ungm.félaganna. Hvaða gagn er nú í þessum ungmenna- félögum ? Næsta víða heyri ég spurt á þessa leið. Og svara eg spurningum þeim aðallega þannig: Ungmennafélögin hafa gert miklu meira gagn en búast mætti við. Já, þótt þau hefðu gert minna gagn, en þau þegar hafa gert, þá væru þau samt mikils virði. Þótt þau, til dæmis, ekki hefðu gert annað en að halda smdfundi með fyrirlestrum, upplestri og samtali til þess að vekja og fræða æskulýðinn, og með fallegum skemtunum á eftir til þess að gleðja hann, þá hefði samt ekki til ónýtis að verið. Því þess háttar fundir manna, bæta og fjörga. En nú hafa V. M. F. gert miklu meira. T. d. komið upp mörgum stórum girðing- um til að rækta í skóg og fleiri plöntur, og gert margar ræktunartilraunir, komið upp sundlaugum og margt fleira. Og kost- að til þess allmiklu fé og svo næsta mörg- um hvíldar og frítímum. En einna merkust framfarafyrirtæki ung- mennafélanna eru þó heyforðabúrin. Mest kveður að þeim, held eg, í norðlensku fé- lögunum. í vetur sem leið áttu þauTiey, þetta sem nú skal greina: U. M. F. Öxn- dæla 20 hesta, „Dagsbrún" í Kræklinga- hlið 75 hesta, U. M. F. Svalbarðsstrandar 40 hesta. Komu forðabúr þessi í góðar þarfir í vetur; leituðu bændur þeirra og voru búnir að tæma eitt þeirra um pásk- ana. Sagt var mér að heyforðabúr væru líka I U. M. F. Fnjóskadals og Höfða- hverfis. Yorið 1913 fór ég um Barðastrandar- sýslu, voru þá 40 hestar í heyforðabúri Geiradalsfélagsins. í sambandi viö heyforðabúrin er rétt að geta um að U. M. F. bafa byrjað á að hjálpa fátæklingum við hevskap. Þetta gerði U. M. F. Arskógstrandar. Ellefu piltar I félagi því slógu tún fyrir fátæka ekkju, seinni hluta laugardags og svo alla nóttina; urðu það um eða yfir 30 töðu- hestar, gerðu það ókeypis. Þarna hafa þá ungmennafélagar byrjað á hreinni mannúðarstarfsemi. Og það hafa þeir gert I fleiri félögum en þessu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.