Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1916, Page 2

Skinfaxi - 01.05.1916, Page 2
50 SKINFAXI Skíða-íþróttin. íslendingar eru nú á góðum vegi með að verða miklir íþróttamenn, og ekki verð- ur langt eftir því að bíða, að þeir standi öðrum þjóðum jafnfætis i mörgum íþrótt- um, ef áhugi og dugnaður fylgist að, og fer ekki aftur, frá því sem hefir verið nokk- ur undanfarin ár. Ein íþrótt er það þó, sem að mestu leyti er sett á hakann, og það er skidaíþróttin, en hún er bæði skemtileg og holl, og ekki vanta skilyrðin fyrir hana hjá okkur, því nógur er snjórinn, og nógar eru brekkurn- ar, nóg er víðáttan til að hlaupa um. Skíði eru að vísu allvíða til, sérstaklega á Norðurlandi, og þar eru þau mikið notuð til ferðalaga. Til þess eru þau líka nauð- synleg og sjálfsögð. En það má líka nota þau til íþróttaiðkana, og þar er töluvert verkefni fyrir unga menn og konur, og því ættu ungmennafélögin að gangast fyr- ir með meiri áhuga en verið hefir. Eg er nú búinn að sjá og kynna mér ítarlega skíðaíþróttina hér í Noregi, og hefi eg betur og betur sannfærst um, að ein- mitt sú íþrótt á vel við hjá okkur heima. Eg liefi oft heyrt talað um, að Norðrnenn væru miklir skíðamenn, og hefi eg nú kom- ist að raun um, að það er hverju orði sannara. Eiginlega gerði eg mér ekki í hugarlund, hvað mikil iþrótt það er, að ganga og renna sér á skíðum, fyr en nú, og vil eg því reyna eftir föngum að lýsa því, skíðunum sjálfum og skiðaferðum hér. Ekki veit eg, hvað langt er siðan skiði voru fyrst þekt og notuð hér í Noregi, en áreiðanlega er það mjög langt, en ekki hafa þau i fyrstu verið fullkomin, og tek- ið mörgum breytingum. Árið 1718 voru hermenn fyrst látnir æfa sig á skíðum. Þá voru þau 2,16 m. á lengd, með beygju á báðum endum, og fóðruð neðan með sel- eða hreindýraskinn- um, þannig að hárið lá aftur, og varnaði þvi að þau gætu runnið til baka, þegar upp brekku var farið. Þá höfðu menn einn staf, sem ekki var lengri en það, að hann náði manni undir hendur. LítiII rendur húnn var á efrí enda, en að neðan var stálbroddur, og dálítil tréplata rétt fyr- ir ofan broddinn. Á þennan hátt hafa skíðin og stafirnir verið til 1790. Þá fór það að breytast, og 1796 voru tvenskonar skíði orðin algeng, og voru önnur þeirra kölluð langskíði. Þau voru 3,20 m. á lengd, og 6 cm. á breidd. Hin voru köll- uð andor, og voru 1,95 m. á lengd, og 7 cm. breið. Þau voru líka fóðruð að neðan og á hliðunum með sel- eða hreindýra- skinnum, og allavega prýdd, með rauðum, gulum og bláum dúkpjötlum að ofan. Þá var líka notaður einn stafur, en það hafði tognað úr honum. Hann var orðin foll- komin mannhæð, og tvíhentur, alveg eins og enn í dag viðgengst heima á íslandi. Um 1770 notuðu Norðmenn einkennileg skíði. Þau voru mislöng, annað var 2V2 alin, en hitt l1/^ alin á lengd, og voru þau notuð á þann hátt, að menn spyrndu sér áfram með stutta skíðinu, en runnu á á hinu. Heyrt hefi eg að þau skíði séu notuð enn i dag, og jafnvel líka hin, með beygjum á háðum endum. Mælt er, að einstaka gamlir menn uppi í sveit haldi fast við þau hvorutveggju. Ekki veit eg hvað langt er síðan að fast lag komst á skiðagerðina, en nú má heita svo, að aliir hafi þau með sama lagi, og algengust eru þau, sem fyrir nokk'rum ár- um fóru að flytjast heim til íslands, en- svo eru sérstök skíði notuð hér til lang- hlaupa, og aftur önnur til lofthlaupa. Lofthlaupaskíðin eru löng, breið og þung, en langhlaupaskíðin eru löng og mjó, og gerð svo létt sem unt er, og þau skiði álít eg að séu heppilegust heima, fyrir þá sem nota skíði bara til ferðalaga. Svo nota allir nú tvo stafi. Eg hefi altaf heima haldið á móti þvi að notaðir væru 2 stafir.- Mér hefir alt af fundist það óþarft fylgi við’

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.