Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1916, Page 4

Skinfaxi - 01.05.1916, Page 4
52 SKINFAXI. koma niður á stallinn, þá rétta þeir snögg- lega úr sér, um leið og þeir fara fram af, því mest er um að gera að komast sem lengst i loftinu; þá standa þeir þráðbeinir, nema hvað þeir halla sér lítið eitt fram á við. Með þessu móti fljúga þeir 26—40 metra í loftinu, en þá hættir þeim við að detta, þegar niður kemur, jafnvel þó þeir séu þaulæfðir, en verðlaunin fara eftir því hvað langt þeir fara í loftinu, og hvað vel þeir standa neðri brekkuna, og hvað vel þeir snúa sér á litlum fleti fyrir neðan. Þetta er kölluð „hopprenna“, og við það hafa menn enga stafi. Svo er önnur í- þrótt sem kölluð er „langrenna“. Þá hafa menn alt önnur skíði. Þau eru álíka löng, en ekki nema rúmir 2 þuml. á breidd7 og gerð svo létt sem hægt er, eins og áður er, og þá hafa menn 2 stafi. Þá er mæld viss vegalengd 15, 20, 25 til 50 kílómetr- ar, og er þá um að gera, að verða fljót- astur. Myndin sem hér fylgir, er af manni í lofthlaupi. Hér í Kristianíu er svo mikill áhugi hjá fólki fyrir skíðaíþróttinni, að á hverjum sunnudegi fer fólk í stórum hópum út úr bænum, bæði til að leika sér á skíðum, og til að sjá til æfinga þeirra sem bestir eru. Alveg er það eins kvenfólk eins og karlmenn, ungt fólk og gamalt. Kvenfólkið hefir alveg sérstök skíðaföt, og eru þau líkust „sportfötum“ karlmanna, og kæra þær sig kollótta, þó þær gangi hér um götur bæjarins klæddar eins og karlmenn, með skíði á öxlinni og staf í hendinni. Eg hefi nú á hverjum sunnudegi farið út úr hænum til að horfa á skiðaferðirnar. Mest er i eina átt stefnt, það er upp að Holmenkolen. Þangað liggur rafmagns- járnhraut. Með henni fara á sunnudags- morgnana frá 12—19 þúsund manns með skíði, og svo með henni heim aftur á kvöldin. Alstaðar þar upp frá er gríðar- mikill skógur, en landið er mjög hæðótt, brattar brekkur, sléttir flákar og tjarnir. Hvar sem maður kemur, er fult af fólki á skíðum, viða eru skíðabrautir. Þar æfa menn sig undir eina aðal-sýningu, sem haldin hefir verið nú i 24 vetur á Holmen- kolenbrekkunni. Víða eru hópar af börnum; þau velja sér þægilega brekku, hlaða hengju i hana úr snjó, og svo byrja þau á lofthlaupun' um. Eg stóð oft og horfði á þessa barna- hópa, og þótti gaman að, því býsna vet gekk þeim að standa fram af hengjunum. Nokkuð fyrir ofan Holmenkolen er stórt veitingahús sem heitir „Frognersetere“; það er bygt i fornum stíl; mest af því er einn salur, og loga þar langeldar á miðju gólfi. Þegar maður kemur þar heim, þá sér mað- ur mörg hundruð skíði stungið niður í snjóinn alt í kring um húsið. En inni í húsinu var skíðafólkið að fá sér kaffi og annað góðgæti til hressingar. Þar var oft glatt á hjalla. Niður frá veitingarhúsinu liggur vegur, alla leið niður að járnbrautinm; hann er mjög krókóttur, og viða bráttur; æfinlega er hann mokaður eða plægður; snjóskaíl- arnir beggja megin ná manni víða í öxl, en upp úr þeim standa himingnæfandi grenitré sem altaf eru græn, hvað miki5 sem frostið er. Þessi vegur er altaf fullur af fólki, eins og það væri ein fjölfarnasta gata bæjarins. Þeir sem ekki hafa skíði, fara mikið um þennan veg, því þar er altaf eitthvað að sjá sem gaman er að. Þar eru mjög mikið tíðkaðar sleðaferðir, bæði af gömlu og ungu fólki. Þegar unga fólkið er alt komið út á skíði, þá fara hjónin á eftir, og draga með sér smá- sleða. Þau fara upp á há brekkuna, fá sér kaffi á veitingahúsinu, setjast svo á sleðan, konan fyrir framan, en maðurinn fyrir aftan, og heldur hann á stöng sem er 8—10 al. löng til að stýra með' sleðanum. Niður þennan sama veg kemur

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.