Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Síða 5

Skinfaxi - 01.05.1916, Síða 5
SKINFAXI 53 skíðafólkið líka, og |>ótti mér oft slór furða, að ekki skyldu verða slys að. Aldrei sá eg mann detta á skíðum þar, en það kom fyrir að sleði valt um, þó aldrei svo að nokkur meiddi sig; það leit út fyrir að þeir væru vanir við að velta. Holmenkolendagurinn er annar viðhafnar- mesti dagurinn á árinu hjáNorðmönnum;hinn dagurinn er 17. maí. I vetur var Holmen- kolendagurinn 28.febrúar. Þá voru á fimta hundrað menn sem keptu. Þá var mikið um dýrðir. Flestir keppendur voru norskir. Nokkrir Sviar voru með, og tveir Finnar. Veðrið var ekki vel gott, en þó Iét fólk það ekki hamla sér frá að koma og horta á. Áhorfendur voru um 130 þúsund. Þar af voru urn 1000 Danir, sem komu til að sjá skíðahlaupin. Þessi Holmenkol- kapphlaup eru eiginlega í þrjá daga. Fyrsta daginn eru hlaupnir 50 kíló- metrar, annan daginn aftur 15 kílometrar, og þriðja daginn er lofthlaupið. Fyrstu dagana tvo er lítið um áhorfendur, því þá sést ekki annað en að menn fara og koma. Fljótastur af þeim sem eg vissi um, fór 15 km. á 1 tíma og 50 sek. Kristianíu í mars 1916. Kr. Sigurðsson. Til ungmennafélaganna. Eg man — eg varð hrifinn er heyrði eg það, að hér skyldi félagsskap mynda. Og æskunni fríðu eg fulltingis bað, að fordómum mætti nú hrinda. Þeim öldruðu virtist sú viðleitni frek, sem væri ei með stjórn þeirra ráða. Þeir horfðu með ótta á barnanna brek og báðu þau drottinn að náða! Eg vissi um starfið — að það yrði þungt, en þó vildi eg ekki kvíða. þegar blóðið er heitt — þegar hjartað er ungt, þá hægt mundi vera að striða. Því þótti mér vænt, er hin vonglaða sveit, sig vopna og hertýgja réði, að herja á vanann og heimskunnar reit; — eg horfði á þetta með gleði! Nú ár hafa liðið — þau eru ekki mörg; þó ávöxtinn líta má viða. En rangsleitnisnornin er ennþá jafn örg, og ilt er við hana að stríða 1 Hún heimtar — ’ún heimtar þau ósköpin öll af æskulýðsfélagsskap vorum. Ef þegar í stað ekki flytur hann fjöll, þá finst henni ’ann standa í sporum ! Ef villist hann eitthvað af veginum þar, sem vandi ’er hjá að sneiða, hve títt hefi eg ekki þá orðið þess var hún allra helst kýs hann að deyða! En hverju ’á að svara, — og hvað er það þá, sem helst skal til varnar fram bera? Að halda ’áfram starfinu’ og hina að smá, sem heimakingjar girnast að vera! Og gott væri líka, að gleymist ei það, hve göfugt er takmarkið, bræður' þar má ekkert undanhald eiga sér stað, sem úrslitum krafturinn ræður. Þið talið um skógrækt — og ágætt það er’ en einkum er vegurinn rétti: Að ástunda hugrækt, og sjá fyrir sér, í sálunni gróðurinn spretti! Ef þessa er gætt — þá mun gullaldartíð slá geislum á þyrnibraut mannsins! Eg óska, að þið kórónu öðlist um síð, þið — eldberar framtíðarlandsins! Or. Óf.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.