Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.1916, Blaðsíða 9
SKINFAXI 57 MáliS virðist nú liggja þannig fyrir, að hér á landi eru að myndast tveir sterkir framfarastraumar. Annarsvegar eru bænd- urnir með allmika og ánægjulega reynslu að baki. Þeir starfa að viðreisn sveitanna. Landið er þeirra ríki. Rækt- un þess og ræktun fólksins þeirra hæsta takmark. Urræðið samvinna framgjörnu mannanna bæði í framleiðslu, verslun — og ekki síst í landsmálum, til að hafa stuðning þjóðfélagsins. Hinsvegar verka- menn sem eru að byrja að lifa. Sjórinn er þeirra ríki, en landið að minna leyti. Þeirra verk er að afla auðæfanna úr sjón- um, og fara vel með, breyta auði hafsins í björt og holi heimili, í bækur, fræðslu, hvíld og mentandi nautnir. Takist það ekki, verður sjórinn þjóðinni að bölvunar- bita, þó að einstakir menn kikni undir gullinu, sem þaðan er fengið. Framtið Iandsins og þjóðarinnar er kom- in undir því, hversu rætist úr þessum tveimur stefnum. Forgöngumennirnir báð- um megin verða að skilja, hvert verkefnið er og aðstaðan. Stundum verða deilur. Hjá því verður ekki komist. Og hispurslaust geta ekki aðrir en þeir, sem vel geta þolað að vera í rninnihluta, sagt báðum aðilum beiskan sannleikann. En oftar liggja leið- irnar saman, eða að hver býr að sínu. Islenska moldin og sjórinn kringum land- ið geta fætt og klætt marga. En hættan, sem ber að gjalda varhuga við, stafar frá mönnum, sem hafa hagnað af að alt gangi á tréfótum fyrir vinnandi stéttum landsins. Það eru mennirnir sem fyr hafa spilt fyrir sjálfsvörn bænda, en beðið þar ósigur og sjá sveitina verða æ sjálfstæðari með hverju ári. Nú snúa þess- ir velgerðamenn þjóðfélagsins sér að sjáv- armönnum. Og takist þeim að sigra, þá úrkynjast og eyðist sú grein íslenska þjóð- stofnsins, sem við sjóinn býr. Ekkert get- ur bjargað sjávarmönnum, nema öflug sjálfhjálp. En eiga þeir að hafa leyfi til að bjarga sér sjálfir? Eða á að fórna þar þúsundum manna til að þóknast maura- sálum, sem byggja eigin gengi á niður- læginu annara ? Sé hið síðara rétt, þá er auðvitað sjálfsagt að grýta þá, sem vinna að viðreisn alþýðunnar, bæði þeirra sem landið rækta, og hinna er sjóinn stunda. Og þá er að taka því. j j Úti-íþróttir. (Eftir Bennð ) Knattspyrna. Frh. Tveggja til þriggja mánaða æfing fyrir knattspyrnuflokk, hugsa eg að sé það minsta sem verður komist af með fyrir kappraun- ina. En náttúrlega standa þeir betur að vigi, sem tamið hafa sér fimleika allan veturinn. Er það lika vel hægt í ílestum kaupstöð- um að iðka fimleika, því vanalegast eru þar starfandi findeika- og íþróttafélög á vetrum. En til sveita verða menn að æfa sig betur — minst þrjá mánuði, þar sem þeir standa ver að vígi en kaupstaðarbú- ar — hvað fimleikana snertir. Öft er það sagt — og það með sanni — að fimleik- arnir séu undirstaða — máttarstoð — íþrótta, því þar læra menn fyrst og fremst að anda rétt og reglulega, ganga beinir og óhikað, hlaupa, og gera ýmsar æfingar, svo að allir vöðvar líkamans verða stæltir og liðugir, — til hvers er vera skal. Mundu færri íþróttamenn hafa ofreynt sigenraun er á, ef þetta hefði verið tímanlega vel at- hugað — að enginn má óœfður fara í kappraunir. Kynnið ykkur þvi vel íþróttina, temjið hana vandlega, áður en þið leggið út í kappraunina, því annars gæti það orðið ykkur óbætanlegt tjón — sú skammsýni og þekkingarleysi; — sem hinsvegar verð- ur ykkur til frægðar og frama, efþiðvan- rækið aldrei þessa sjálfsögðu reglu. Það verður aldrei of oft varað við, að menn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.