Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1916, Side 10

Skinfaxi - 01.05.1916, Side 10
58 tíKINFAXI. tfari óæfðir eða lítt undirbúnir í kappraun- ír. Kapp er best með forsjálni. VIII. Nú eru knattspyrnuleikarnir að byrja aftur, og á því vel við að athuga hvernig góður knattspyrnuflokkur á að vera úr garði ger, svo ólastanlegur sé. Skal það nú athugað nánar. Ellefu manna sveitir leik- ast á í 90 nnnútur — nema öðruvísi sé um samið, — 45 mínútur á hvort mark. Áður fyr var staða leikmanna ekki sem best ákveðin fyrirfram, nema staða mark- varðar, — Hæktist þá hver fyrir öðrum. En brátt komust menn að þeirri niður- stöðu, að vissast og best er að ákveða fyrirfram fylkingarskipun leikmanna, þann- ig að hver þátttakandi hafi sinn vissa og úkveðna stað að gæta, bæði til sóknar og varnar. Hverri sveit leikmanna má skifta í varnarsveit og sóknarsveit. Áður voru t. d. 8 menn í sóknarsveitinni og aðeins 3 menn í varnarsveitinni, en þetta vildi ekki blessast, svo nú var breytt um þann- ig: 5 menn skyldu vera i sóknarsveitinni ■og 6 menn í varnarsveitinni, og hefir það reynst best. Yerður því heppilegast að raða leikmönnum þannig á völlinn: • MartvörSur. • • líakvörlur (hægri). BakvörSur (vinslri). • • • Framvörhur (hægri). FramvörJur. Framvörður (vinslri). • • • • , • ílt framherji Innframhcrji Mii)framlierji. Innframkerji lltframherji (liægri). (hægri). (vinstri). (vinstri). Sólskinsblettir. Við höfum víst öll tekið eftir sólskins- bleltum í fjöllum. Þeir eru svo undarleg- ir, eins og líf okkar mannanna ástund- um. Stundum ljóma þeir í allri sinni dýrð, en svo hverfa þeir sjónum vorum, þegar minst varir. Við þykjumst verða þess vör, að þessir sólskinsblettir séu fyrirboði sól- arinnar sjálfrar, sem enn sé skýjum hulin, en bráðlega muni koma, fegurri en nokkru sinni áður, vermandi, Iýsandi, endurlífg- andi. Þegar við sækjum fram að settu marki, ó ýmsum sviðum lífsins, þá lítum við sól- skinsbletti í framtíðarfjallinu. Hinn dýrð- lega hamingjuröðul lífs vors Iítum við ekki, en höfum þá trú, að hann sé aðeins hul- inn að skýjabaki. Stundum hverfa þessir fögru sólskins- blettir. Þá minkar þráin til þess að ná markinu, og við verðum ekki eins brekku- sækin og fyr. En þegar er sem daprast yfir hugsana- heimi vorum, þá lítum við þá aftur, skær- ari og tignari en áður. Og við lítum fagrar hugsýnir. Við er- um bjartsýn, því við erum ung og eigum æskuvonir. Við lifum hálfu okkar lífi i heimi draumanna og hugsýnanna. Það eru bestu stundir lífs vors, því aldrei h'ður okkur betur, en þegar hugurinn leit- ar langt út fyrir virkileikann. Aldrei er- um við eins gagntekin af unaði, eins og þegar við í huganum erum að reisa háar borgir, með himingnæfandi turnum og gullnum sölum. Þar eigum við eilift sumar. Við reikum þar undir laufgrænum meiðum, fram hjá silfurtærum unnum, þar sem ekkert hljóð heyrist, nema unaðslegir hljómar söng- fuglanna. Þar sem við heyrum aðeins röddina í voru eigin brjósti tala, þar sem ekkert trutlar alveldiskyrð og frið náttúr- unnar, þegar alt verður að lúta í lægra haldi, nema hið guðléga. sem býr í hinni ósegjanlegu fegurð. En þetta eru aðeins draumar, bernsku- draumar. „Blíðir eins og ljúfrar móður hönd leiða andann inn i blómskrýdd lönd. Ljúfir draumar líða’ um sáfu eins og heitir straumar". Þegar út í lífið og alvöru þess er kom- ið, er margt sem kreppir að. Þá leitar hugur vor ekki eins og á hugsýnaárunum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.