Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1916, Side 12

Skinfaxi - 01.05.1916, Side 12
60 SKINFAXI Öll getum við sagt eitthvað svipað þessu, sþví hver og einn á fyrst og fremst „sitt skáld.“ En við elskum þau öll, því með réltu geta þau talist sólskinshlettirnir í þjóð- lífi okkar. Vn 1913. A. Th. Sást þu? Sást þú norðurljósaloga leika sér um himin boga út á kaldri Isaslóð? Þegar vetur voðum mjalla vafið hafði dali alla, lagt í fjötur fossahljóð. Sást þú börnin bíða jóla? Börn sem höfðu í lifsins skóla aðeins lært að leika sér. Sem ei vetrar kunnu að kvíða komu, eða þorrahríða þegar Norðri bæinn ber. Sást þú vetrarblómið bláa brosa þegar fönnin gráa var að þiðna þúfum af? Þegar lækur flýtti ferðum fjalli af, með gull á herðum sem hann engjagrundum gaf. Sást þú Skagafjörðinn fríða fagurgróinn milli hlíða brosa árdags eygló við? þar sem „Vötnin“ lygnu líða lágt í kringum „Hó!minn“ víða út mót hafsins ölduklið. Sást þú „Hóla“ hátt mót sólu horfa þegar geislar ólu. aldur sinn við „Byrðubrún“? Þegar morguns bærði blíða blóm á rústum fornra tíða, stráðum mitt um staðartún. Elskarðu ekki íslands dali? Áttu ei vin í fossins hjali blómskrýddum í gljúfrageim ? Ertu ei fjólu og fífils bróðir — fjalladrotningin þín móðir? Islendingur hugsa heim ! Árni ÓreiiJa. Forgöngumenn íþróttamóta sem haldin kunna að verðá í vor eða snemma í sumar, eru beðnir að senda Skinfaxa stutta en greinilega skýrslu um mótin fyrir lok júlímánaðar. Bréí til D. M. F. B. Hvanneyri ,0/a 1916. Kæru samfélagar! Sendi ykkur nú fundargerð aðalfundar U. M. F. B. Af henni sjáið þið það sem gert var á aðalfundi. Þið sjáið að íþróttamótið á að verða fyrir slátt. Það var ákveðið svo til þess þeir ættu hægra með að sækja það, sem lengra eru að. Hvort sú verður nú raun á, er eftir að vita, en óska vildi ég að það yrði svo sótt, að það bæri sig. Nær mót- ið verði er enn óákveðið og verður auglýst siðar. En i sambandi við þessa færslu tím- ans vildi ég biðja ykkur að ræða um á næsta félagsfundi nær þið óskið helst að það sé og hvort þið munið sækja það betur fyr- ir slátt en um miðjan ágúst. Fundarsam-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.