Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Síða 12

Skinfaxi - 01.12.1916, Síða 12
140 SKINFAXI. eins. En óþurkarnir eru samt þjóðarvoði. Og sá liugvitsmaður, sem gæti fundið óbrigðult ráð við þeim, hefði gefið þjóð sinni það, sem betra væri en miljónir. Ef til vill er þetta hnoss fundið. Þor- kell Clementz heitir maður, gamall og góð- ur ungmennafélagi, liugkvæmur mjög og velfróður. Hann álítur sig hafa fundið aðferð til að þurka hey, hve miklar rign- ingar sem kunna að ganga. Notar hann til þess hinn náttúrlega hita sem myndast jafnan þegar blautu heyi er hlaðið sam- an, og þar að auki véltæki nokkur en þó einföld. Þorkell sækir um styrk nokkurn til að ljúka við tilraunir sínar. Og ef 'góðum búfræðingum virðist, eins og sum- um leikmönnum í þessu efni, að hugmynd hr. Þ. C. sé einkar merkileg, þá ætti slík- ur styrkur að vera auðfenginn. Málið er svo þýðingarmikið, að hver smásigur er kaupandi dýru verði. Stephan G. Stephansson er eitt af frumlegustu skáldum þjóðar vorrar, víðsýnn, djúphygginn og orðspak- ur. Sum kvæði hans eru snildarverk. Hann fór tvítugur til Vesturheims 1873, og hefir dvalið þar síðan. Hann er alþýðu- maður og heíir jafnan unnið hörðum hönd- um fyrir sér og sínum. Þó hefir hann lagt þann skerf til bókmenta vorra, er seint mun fyrnast, því að hann hefir auðgað þær bæði að efni og formi. Þjóð vorri, landi og tungu ann hann heitt, sem kvæði hans best sýna. — Landar hans í Vestur- heimi hafa á ýmsan hátt vottað honum þökk sína, en íslenska þjóðin hér heima hefir ekki enn sýnt honum neinn vott virð- ingar sinnar né þakklætis. Kvæðin hans falla henni í skaut, og mætti ætla, að henni væii kært að sýna á einhvern hátt þökk sína í verki. Vér undirritaðir fulltrúar: Ungmenna- félaganna í Reykjavík. Hins íslenska stú- dentafélags, Stúdentafélags háskólans, Lestr- arfélags kvenna Reykjavíkur, mentaskóla- félagsins Framtíðarinnar, verslunarmanna- félagsins Merkúrs og sambandsstjórnar U. M. F. í., höfum því afráðið, að gangast fyrjr því, að bjóða skáldinu hingað í kynn- isför á komanda vori, og safna því fé, er til þess þarf. Vonum vér að öllum vin- um skáldsins verði ljúft að leggja nokk- urn skerf til þessa, eftir efnum og ástæð- um. Gjaldkeri nefndarinnar er Helgi Bergs, Þingholtsstræti 27, Reykjavík: Reykjavík 12. desember 191,6. Ágúsl II. Bjarnason, Guðbrandur Magnússon, Guðm. Davíðsson, Guðm. Finnbogason. Gunnl. Finarsson, Helgi Bergs, Laufey Vilhjátmsdóttir, Stefán Jóh. Stefánsson, Steinþór 'Guðmundsson, Theódóra Thoroddsen. íslensk náttúrufræði og Eggert Ólafsson. Á aðalfundi náttúrufræðisfélagsins 5. febr. f. á. var Iiafist máls á því og rætt um það, á hvern hátt Eggerts Ólafssonar yrði minst sem sæmilegast á 200 ára af- mæli hans, og var það einróma álit fund- arins, að best ætti við að minnast hans með því að gera eitthvað sérstakt því starfi til stuðnings, er hann helgaði krafta sína. En eins og kunnugt er, má með réttu telja þá Eggert vicilögmann Olafsson og Bjarna landlækni Pálsson höfunda íslenskr- ar náttúrufræði. Rannsóknir þeirra hér á landi á árunum 1752—1757 voru þær fyrstu vísindalegu náltúrufræðis rannsókn- ir á landinu, sem hér voru gerðar, svo að nokkuð kveði að, og Jmeð ferðabók þeirra, er út kom 1772, er lagður grund- völlurinn að islenskri náttúrufræði.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.