Skinfaxi - 01.12.1925, Blaðsíða 1
Hvert stefnir?
Veturinn er aðalstarfstími ungmennafélaga. J?á gef-
ast þeim flestar tómstundir til þess að hugsa um mál-
efni sin, þá minnast þeir þcss, sem liðið er og hugsa
um áhrif þau, sem félagsskapurinn hefir haft á þá og
nágranna þeirra. peir sjá í anda, hvað sveitin þeirra
hefði mist, ef hún hefði ekki notið samvinnunnar og
einstaldingsþroskans, sem félögin hafa veitt lienni. En
oft finna þeir lika sárt til þess, að minna hefir verið
gert en iiægt hefði verið, og hyggja því á umbætur. En
allar umbætur félagánna hljóta að miðast við reynslu
þeirra og nútíðar kjör. Er því skilt að Skinfaxi geri
nokkra grein fyrir þessu, og eklci síst fyrir þá sök, að
nú er íslensk ungmennafélagshreyfing stödd á tímamót-
um, því að hún hefir lifað hér í 20 ár.
Um síðustu aldamót heyrðust háværar frelsis og þjóð-
ernisraddirmeðal íslendinga. pá orti einn af þjóðskör-
ungum landsins þetta marglofaða framsóknarerindi:
Sú kemur tíð að sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga.
Margir voru svo bjartsýnir, að þeir trúðu því, að þetta
mundi rætast áður en mjög langt liði. pegar ungmenna-
félögin tóku til starfa, gerðu þeir sér miklar vonir um
framtíð þeirra. pá þóttust þeir sjá árroða hins nýja
dags, og kölluðu ungmennafélaga vormenn fslands.
peir voru sannfærðir um, að umbótafrömuðir, vald-