Skinfaxi - 01.12.1925, Blaðsíða 19
SIÍINFAXI
131
ins æðstu gæðum, ef hún vildi hverfa til mannheima,
svo sem umburðarlyndi, samúð, ást, fórnfýsi, kærleika
og margt fleira af því, sem mest er um vert. En sálin
liafði kynst þvi, hvernig farið var með helgidóm mann-
lífsins á jörðu, og hræddist þá meðferð. pá bauð drott-
inn henni valdið, takmarkalaust, kalt og kærleikssnautt;
sálin gladdist við og fló til jarðar, en drottinn angraðist
yfir sálinni og sá að lnin var eins og allar hinar manns-
sálirnar. — Finst nokkrum birtan vaxa í kringum sig
er hann les sögu þessa og aðrar, sem eru ritaðar í lík-
um anda? Finnur nokkur maður að þær göfgi persónu
þeirra og veiti þeim andlega svölun? Ólíklegt er það.
Slíkar sögur virðast segja, að sá sé einn tilgangur jarð-
lifsins, að spilla mannssálunum.
Síðan Einar samdi „Góð boð“ hefir hann ritað marg-
ar sögur, og öll þjóðin veit að hann hefir ekki gleymt
göllum tilverunnar, enda væri það óeðlilegl, en hann
hefir hcrfið lengra og lengra frá þvi að gera þá að aðal-
atriðum kenninga sinna.
Skamt er síðan hann sendi þjóðinni „Sveitasögur“.
Ein þeirra er um Sigríði á Bústöðum og mann hennar.
Bæði voru þau góðum kostum búin, en ærið ólik. Sig-
ríður var atorkusöm og búkona hin mesta. Hún unni
föðurleifð sinni af alhug og það var sólardraumur henn-
ar að prýða og bæla jörð sina og heimili, sem mest
mátti verða. Hann var hugvitssamur uppfundningamað-
ur, illa fallinn til búsýslu, en dreymdi dagdrauma um
hugsjónir sínar. Ólík áhugamál urðu þeim að ágrein-
ingsefni. En sjáll'stætt persónugildi leyfði hvorugu að
verða annars leppur. Bæði hlutu þau að renna skeiðið
á hinum mikla örlagavelli lífsins í fullkomnu samræmi
við köllun sína. J?ó báru þau síblæðandi sár vegna óláns-
samrar ástar sinnar, sem þrátt fyrir alt, var þeiin helg-
ust i heimi. Sigriður var vansæl á Bústöðum þó jörðin
greri, og maður hennar fann ekki frið i Vesturheimi
þó hann yrði þar ríkur og frægur. Góðar vætlir báru