Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1925, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1925, Blaðsíða 13
SKINFAXI 125 opnar á oss augun og sýnir oss það, sem vér áður geng- um blindandi og tilfinningarlaust frambjá. Reynið þið ungmennafélagar, að leysa iiver annan úr þessum álög- um. Einsetjið ykkur að kynnast út í æsar hverjum fögr- um bletli í sveitinni ykkar og gera ykkur ljóst i hverju ágæti lians er fólgið. Reynið að sýna og sanna, bvað einkennilegt eða fagurt er í línum, lögum eða litum þessa eða hins fells eða kletts eða foss eða bvamms. „Leitið og þér munuð finna.“ — Safnið saman öllum örnefnum sveitarinnar, skýrið þau og ræðið á félags- fundum. Safnið þjóðsögum öllum og munnmælum sem tengd eru við tiltelcna staði. Safnið mannlýsingum af merkum mönnum og einkennilegum í sveit ykkar. — Semjið lýsingar á vinnubrögðum og verkfærum, sem þar tíðkast.“ Einstaka menn hafa þegar byrjað á söfnun örnefna og öðru slíku, en þetta þarf að verða alment. Ekki væru mikil vandræði að vinna einnig eittlivað i kaupstaða- félögum að slíku né nokkur frágangssök, þé> vera kunni þar rírara um örnefni sem tengd eru við náttúru og landslag. Hugsum okkur Reykjavíkur-lýsinguna bans Gröndals. Að' vísu er ekki ætlandi, að mönnum takist að feta 1 spor Gröndals, en liversu miklu léttara væri ekki að semja kaupstaðarlýsingu eftir nokkra tugi ára, þó ekki væri nema safnað nöfnum á húsum eða öðrum mannvirkjum, götum og gangstígum o. s. frv., og getið manna eða ýmsra sagna cr við væri tengt. Talað hefir verið um, að útvega þyrfti reglur ákveðn- ar fyrir þessari söfnun, ella mundi hún ónýt og óger- leg. Jeg hygg, að allgóðan árangur megi fá, þó engum sérstökum ákvæðum sé fylgt til byrjunar. Hinsvegar er til þess kæmi, að draga slíkt safn saman til fyllri nola væri sjálfsagt að gera nánari ákvarðanir um alla tilhögun. Fróðlegt væri að heyra í Skinfaxa áður langt liði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.