Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1925, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1925, Blaðsíða 12
124 SKINFAXI um tímum séu tengdar við. pað er því nálega á hverj- um bæ sitt hvað, sem gefur efni til ástundunar i þess- ari grein. Hinsvegar cr og þetta starf miklu meira virði fyrir hvert viðkomandi bygðarlag, heldur eu menn í fljótu bragði gera sér hugljóst. Á þennan liátt getur auðveld- lega og erfiðislítið safnast fróðleikur sem ella yrði van- gert fyrir nokkurn einn, að ná jafn fullkomnum, nema með erfiði miklu og ærnum kostnaði, og sem trauðla verður lagt i að svo komnu, hvorki af hálfu sveitafé- laga né landsins í heild. í Noregi eru ýmist sérstök félög er vinna að samskon- ar starfa, ellegar fylkjastjórnir og héraða hlutast til og styðja með fjárframlögum. Yið erum nú svo skamt komnir í flestri slíkri viðlcitni hér á landi, sem ráunin ber vott um. En við ungmennafélagar gætum í þessu efni bætt úr svo um munaði og sæmandi væri ef vilji og elja fylgjast að. Væri öllum örnefnum safnað á landi hér og sögnum þeim, sem við þau eru tengdar, þá yrði sá fróðleikur eflaust engu rírari en margir þeir kaflar í þjóðsögum okkar sem flestir mundu nú sjá eftir ef týndust. Og þó væri þetta enn meira virði fyrir bæ hvern og bygðar- lag sjálft, er nöfnin og sagnirnar næðu þannig að rót- festasl og væru varin frá gleymsku og eyðileggingu á komandi tímum. Skilt er í þessu sambandi, að minna á ágætan erind- isstúf eftir Guðmund prófessor Finnbogason í Eim- reiðinni 1.—2. hefti 1924 „Ræða á Álfaskeiði“, þar sem hann ásamt öðru, sem ungmennafélagar ættu að taka til greina, einmitt sýnir fram á hve vert og viðeigandi þetta, að safna örnefndum sé sem viðfangsefni fyrir ungmennafélaga. Vona eg, að mér leyfist að taka hér upp nokkur orð lians, er að þessu lúta: „Umbverfis oss er fegurð og unaður í álögum, eða réttara sagt, vér erum í álögum, þangað til einhver

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.