Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1928, Page 3

Skinfaxi - 01.01.1928, Page 3
SKINFAXI 3 efni. Fornrit okkar, ekki síst Landnáma, eru ótæm- andi fróðleiksnámur um marga hluti, og meðal annars um örnefni. Með fáum, en framúrskarandi skýrum dráttum, lýsa gömlu ritin atvikum, sem leiddu til ör- nefnamyndunar. Fornsögur sanna það, að fjöldi örnefna liefir lifað á vörum kynslóðanna um allan aldur íslandsbygðar. Ef- laust liefir þessi forni og öruggi grundvöllur örnefna átt drjúgan þátt í því, að fögur og eðlileg nöfn hafa myndast á ýmsum tímum, hæði fyr og síðar. prátt fyrir þetta er það víst, að mesti fjöldi merkilegra ör- nefna hefir glatast eða orðið óvíst um þau. pó mun fá- um blandast hugur um, að varanleiki örnefna var miklu tryggari fyr á öldum en liklegt er að liann verði hér eftir, og liggja til þess margar ástæður. Meðan margir ættliðir ólust upp og bjuggu á sama bæ, og vinnufólk hafði sjaldan vistaskifti, var það eðli- legt að örnefnin geymdust vel. Grasaferðir, fráfærur og mikil fénaðarferð, sem af þeim leiddi, hefir átt góðan þátt i að halda örnefnunum við. Huldufólks og drauga- trú gamla fólksins miðaði að því sama. Skamt er síðan flestir trúðu því, að dularfullar verur væru alstaðar á sveimi í kringum þá, og þjóðtrúin gaf öllum þessum huldulýð heimili,í lioUum, hæðum og björgum, heimilin voru skýrð, og skapaðist þannig mesti fjöldi örnefna. Sist má gleyma þvi, að á liverjum bæ voru örnefnin tek- in í beina þjónustu daglegs lífs. Nær því öll landamerki voru og eru enn miðuð við þau. Fyrir því mega ör- nefnin Iieita grundvöllur jarðabóka oglandahréfa. pegar þetta er athugað dylst engum, að þeir sem lönd eiga og lifa af landsnytjum, eiga beinna hagsmuna að gæta i sambandi við örnefni. pau eru einskonar brjóstvörn efnalegra réttinda þeirra. En jarðeigendur liafa van- rækt mjög að gæta þessara réttinda sinna. Fæstir þeirra hafa gert skrá yfir örnefni lands síns, sem sýni afstöðu nafnanna svo ljóslega að ekki verði um deilt. pað er

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.