Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.01.1928, Blaðsíða 13
SKINFAXI 13 Árið lí)18 var lagður grundvöllurinn í'yrir sjálfslæði íslands. Fullveldisviðurkenningin var hyrningarsteinu- inn. Ýmislegt vantaði þó á, svo að telja mætti sain- bandslögin trygg til frambúðar. petta var Islendingum ljóst árið 1918, eigi ætti oss að vera þetta óljósara. Sambandsiögin eru einungis b r á ð a b irgðalög. Uppsagnarákvæðið er full sönnun þess. Ef þau væru ekki bráðabirgðalög, þá hefði engin ástæða verið til þess að setja uppsagnarákvæðið í lögin. íslendingum voru fullljósir gallar samhandslaganna, en þeir lijeldu, að lögin kynnu að reynast meinlítil eða meinlaus sök- um þess, hve skamman tíma þau mundu í gildi vera. Samningsmönnunum 1918 var ljóst, að samhands- lögin væru engan veginn hæf lil þess að mynda grund- völl hins íslenska þjóðrikis um ókomnar aldir, þau mynda hráðahirgðagrundvöll millihilsástands og ekk- ert annað. Arið 1930 stendur fyrir dyrum. Gervöll þjóðin bindur sögurikar endurminningai’ við þetla ár. Með stofnun Alþingis á pingvöllum 930 var grundvöllurinn lagður fyrir hið forníslenska lýðveldi. pjóðinni her að minnast lýðveldis- i n s forna. pað er hið forna lýðveldi, sem varpar frægðarljóma yfir samfelda sögu tiu alda. Söguþjóðin sjálf má ekki glevma þessu. III. Árið 1943 felur í sér frjómagn framtíðarinnar. Fortíð, nútíð og framtíð marka þá fyrst samfelda keðju, að viðhurðir áranna séu tengiviðburðir og bein- ist í framfaraátt. petta má þvi að eins verða, að vér á pingvöllum 1930 minnumst ekki einasta stofnun hins íslenska lýðveld- is, heldur tengjum minningu lýðveldisins við þ a ð s e m e r og þ a ð s e m á a ð v e r ð a. pá getur ekki hjá því farið, að vér höfum hugfast hvernig málum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.