Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1928, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1928, Page 10
58 SKINFAXI leyti, þá er eg hrædd um að íslenskan laki mjög að firr- ast málfar Njálu og Laxdælu. parna þurfum við að standa á verði. Talmálinu er öllu erfiðara að halda í horfi heldur en ritmálinu, og ritmálið má því engan veginn ganga á undan i málskemdunum. Breytingar á röðun orða og setningaskipun eru eigi æskilegri en þær, sem eg hefi nú um rætt, og einnig þær stafa frá útlendum sníkjuáhrifum. peim, sem liætt- ir við að sletta útlendum orðum að mun í tali sínu, mun einnig hætt við að semja orðaskipun sína að liætti er- lendra tungna. Daglegt mál allrar alþýðu og ritmál snillinganna er í nánara sambandi hjá okkur en víðast annarstaðar. petta hefir verið og er aðalsmerki Islend- inga, sem á engan Iiátt má liverfa. pví er ekki síst nauðsyn að vanda daglegt tal, svo vandað mál haldist í sannleika lifandi á vörum þjóðarinnar. par kemur líka framburðurinn til greina, sem er mikilsverð hlið málsins; en eg hefi ekki tök á að ræða um hann i grein- arkorni þessu. Menn eiga sjaldnast kost á að velja sér umgengni þeirra manna einna, sem tala fagurl mál. En allir geta að meira eða minna leyti valið rit þau, er þeir lesa. Tíður lestur hestu rita okkar fornra og nýrra er besta ráðið og nauðsynlegasta þeim, sem vilja hugsa, tala og rita fagurt og hreint mál. pá mun eðli og einkenni tung- unnar greypa sig svo fast í hugann, að þau verða varla máð af framar. En sá einn liefir málið algerlega á valdi sínu, sem talar það hreint og fjölbreytt fyrirhafnar- og setningslaust. pað hefir nýlega verið rætt i Skinfaxa, svo eg ætla ekki að fjölyrða um þann hlægilega ósið, að troða dönsku í skólabörn, sem hvorki kunna að tala né rita íslensku. — pegar þessir unglingar vaxa síðan upp og lesa lítið annað en danska reifara og hið, vægast sagt, blendna auglýsingamál blaðanna, er varla von að þeir öðlist nokkurn tima tilfinningu fyrir því, að íslenskan

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.