Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 2
66 SKINPAXÍ að blaðinu úr því að skift skyldi um ritstjórn. Afgreiðslan er gott að sé um stund f höndum Sambandsstjórnar sjálfrar. Verður með þvi enn kunnugra um allan viðgang blaðsins, skil og útbreiðslu. Efni í blaðið má senda hvort heldur til ritstjórans eða Guðmundar frá Mosdal. Og öll þau bréf önnur, er að Skinfaxa lúta eða öðrum sambandsmálum, séu einnig send tii sambandsritarans. Sambandsstjórn flytur fyrverandi ritstjóra, Gunnlaugi Björnssyni, þakkir Sambandsins fvrir mikið starf og gott í þágu Skinfaxa. Væntum við í Sambandsstjórn, að ungmennafélagar iáti sér breytingu þessa, — sem gerð er til bráðabirgða — vel lynda. Við óskum og vonum, að Skinfaxi megi jafnan verða góðum málefnum og þjóðþörfum tii styrktar og vernd- unar, en illum háttum og skemmiiegum til útrýmingar. Að hann verði félögum til fræðslu og hvatningar, til gamans og gagnráða. Og við biðjum alla góða félaga — konur og karlmenn — að veita Skinfaxa þá aðstoð, er til heilla hlýðir. Ísafirði 24. sept. 1928. Fyrir hönd Sambandsstjórnar Ungmennafél. íslands. Guðm. Jónsson frá Mosdal (Sambandsritari.) Félagsmerki U. M. F. í. Kæru félagar! Nær því öll undanfarin ár félagslífs okkar, hefir ver- ið ritað, rætt og gerðar samþyktir um sameiginlegt félags- merki lianda okkur, en altaf hefir eitthvað orðið til þess að fresta framkvæmdunum. — Nú er merkið komið og þið eigið það öll; nú berum við sameiningarmerkið utan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.