Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 1
Sept. 1928. 5. heftí. Ny tilliöguii Þeirrar ráðstöfunar ber að geta, sem gerð hefir verið um útgáfu Skinfaxa, og ýmsum mun koma að óvörum. Skiftir bæði um útkomustað og ritstjórn, svo ogfjaf- greiðslu. Er svo til ætlast, að blaðið verði gefið út á ísaflrði í vetur. Ritstjóri verður Björn Guðmundsson kennari að Núpi við Dýrafjörð, en afgreiðslu og önnur störf við blaóið annast Guðmundur frá Mosdal. Breytingu þessari er þannig háttað, að starfsmaður sambandsins, öunnlaugur Björnsson, ritstjóri Skinfaxa og afgreiðslumaður, átti kost á kennarastöðu við skól- ann á Hólum, og þótti eigi vert að hann hafnaði stöð- unni. Ræður sambandsstjórn engan fastan starfsmann í hans stað til næsta sambandsþings. Af ýmsum Ieiðum, er sambandsstjórn átti um að velja með blaðið, sýndist þessi líklegust. — Meðfram vegna þess, er fjárhaginn varðar. — Björn á Núpi er einn með allra þektustu ungmennafélögum á landi hér, og hvarvetna að góðu kunnur. Væntir sambandsstjórn, að mörgum ungmennafélögum þyki fengur að fá hann

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.