Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 9
ÖKINPAXI 73 Mætir gestir. Hingað kom til lands i sumar merkileg ferðamanna- sveit. Er það bæði, að flokkur þessi var mjög umfram þá ferðamenn, er hingað koma nú fjölmargir á stór- skipum í skyndiferðir árlega. Svo og, að ferðamenn þessir voru að nokkru á vegum ungmennafélaga íslands meðan þeir dvöldust hér við land, og hlýóir því, að þeirra sé hér getið. hað voru Norðmenn, hálfur tólfti tugur manna, kon- ur og karlar. Höfðu þeir að láni gufuskipið Miru til þessa ferðalags. Félag eitt í Norvegi sem heitir „Norr- önafelaget", og síðar verða sögð deili á, gekst fyrir förinni. Ekki er hér rúm til að telja upp nema fáa af þess- um fátíðu ferðamönnum, því síður að geta um að ráði. t>ó skal nokkurra helstu nafna getið, svo að þeir viti deili á, sem minna eru fróðir um för þessa. Foringi fararinnar var Torleiv Hannaas prófessor frá Björgvin, fræðimaður mikill og víðkunnur, þaulfróður um islensk efni. Hefir hann ferðast hér á landi áður, fyrir 25 árum. Hann er einn af hinum ötulustu forgöngumönnum lands- málsins norska. Hann er formaður bæði í „Noregs mállag" og i „Norrönafelaget“. Lars Eskeland, hinn alþekti lýðháskólastjóri í Voss. Hann er að réttu lagi talinn meðal hinna allra ágætustu ungmennaleiðtoga á Norðurlöndum, og þó víðar sé leitað. Hafa margir tugir íslendinga tiotið ástsælda hans. Jóhannes Lavík ritstjóri frá Björgvin, aldraður maður, ágætur þjóðernissinni bæði á norska vísu og íslenska. Hann er ritstjóri tímaritsins „Norröna". Rasmus Haugsöen prófaslur, dómkirkjuprest- ur við Niðarósdómkirkju. Hann var annar hinna fyrstu presta, sem fyrir forgöngu sambands uugmennafélag- anna norsku var ráðinn til umferðaprests („farand prest“), er prédikaði á norsku landsmáli. (Hinn var núverandi biskup Pétur Hognestad). Er svo frá sagt í minningu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.