Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 3
SKINFAXÍ 67 á okkur; nú þurfum við ekki lengur að brjóta þúunar- lögin á félagsmönnum; nú getum við heilsast seni kunn- ugir, sameinaðir og þektir, í sameiginlegum hugsjónum, áforinum og framkvæmdum málefna okkar, þó við höf- um aldrei sést áður. Ef til vill er þessi dráttur á fram- kvæmd merkisins sprottinn af því eðlislögmáli, að við höfum ekki fyr verið orðin nógu þroskuð til þess að sam- ræma hið ytra og innra, nú fyrst sé kominn tími til að „auglýsa" sig sem ungmennafélaga, — bera félagsnierkið utan á sér. hað er margt, sem mér finst stuðla að því, að okkur ætti að þykja vænt um þetta sameiningarmerki okkar og virða það: Það hefir alið verið í löngunarfullri von mörg hundruð ungmenna í fulla tvo ára tugi. — Það er nú hugsað og í framkvæmd hrundið af einum okkar fórn- fúsasta og ágætasta félagsbróður Guðmundi frá Mosdal. t>að er aíhent okkur af stjórn Sambandsins á afmælis- degi Jóns Sigurðssonar, með þeirri ósk og von, að við það verði jafnan tengt eitthvað af því,' sem Jón Sigurðs- son var þjóð sinni og landi, en allir vissu að liann var sómi íslands, sverð og skjöldur. Eftir því, sem eg best þekki stefnu og hugsjón félagslífs okkar og eftir þvl, sem eg þekki starf og stríð Jóns Sigurðssonar forseta, get eg tæplega hugsað mér betur viðeigandi formála fylgja merkinu úr höndum Sambandsstjórnarinnar yfir á brjóstið á okkur en þennan: sómi íslands, sverð og skjöldur. — Ekki heldur neiria stund betur fallna til þess að helga sér merkið og helga sig því, en einmitt fæðingardag Jóns Sigurðssonar og þjóðhátíðardag ís- lendinga sein verða skal um latid alt 17. júní. Merkið sjálft lætur ekki mikið yfir sér — það er lítið og tíguhnyndað. Getur mint á að vera ekki yfirborðs- maður, en bera sig samt vel að fornum sið. — Mest ber á hvíta litnum, sein alstaðar er talinn að vera Imynd sakleysisins. Umgjörðin ber sama lit og uingerðir stór- fannanna í landi okkar, hinn djúpbláa fjallalit I fjarsýn, sem ef til vill er hreinni og fegurri hér en á nokkru

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.