Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1928, Síða 14

Skinfaxi - 01.09.1928, Síða 14
78 SKINFAXI fullljóst um ferðina, eða viðdvöl þar. Samkoman varð þó að sögn til bestu skemtunar. Var gestunum flutt þar kvæði ræður haldnar og söngvar sungnir. Frá Seyðisfirði lagði Mira á hafið heimleiðis, og kom til Færeyja á laugardag. Var svo til stilt að vera þar á Ólafsvöku-hátíð með Færeyingum. Tóku Færeyingar Norðmönnum hið besta er þeir máttu. Færeysk flögg og dönsk blöktu við landganginn. — En fyrnum þótti gegna að norsk flögg tvö voru vafin að stöngum og negld við. Var það gert að fyrirskipan danska stjórn- andans í Færeyjum. Köld kveðja í Norðmanna garð og fávísleg ráðstöfun, svo að undrum sætir. Til saman- burðar er vert að geta, að í Leirvík á Hjaltlandí er sagt, að norski fáninn væri dreginn upp á ráðhúsinu sjálíu. Er beim kom til Björgvinar sendu þeir Norrönafé- lagar kveðjuskeyti í livern stað er þeir höfðu heimsótt. „Norrönafelaget“, sem stofnaði til fararinnar, eins og áður er tjáð, hefir það að markrniði, að efla þjóðrækni og samvinnu meðal norskættaðra þjóða, bygða á forn- norrænni menningu. Voru velflestir ferðamanna áhang- endur þessa félagsskapar og að öðru leyti brautryðj- endur og forystumenn norskra ungmennafélaga, málfé- laga og hverskonar l>jóðrækilegrar og dáðríkrar starf- semi til blessunar fyrir þjóð sína og ættjörð. Höfum við íslendingar mikið af þeim að læra, og margt gott að gjalda. Og eins og blað eitt hér á landi hefir rétti- lega orðað voru „meöal þeirra sem á Miru komu flestir þeir inenn norskir, sem íslendingum eru vinveittir. En hitt er og vist, að vér eigum marga fleiri vini meðal frænda vorra í Norvegi.“ Norsk blöð um endilangan Norveg, liafa flutt marg- ar og miklar frásagnir um förina, full hinna allra lof- samlegustu ummæla. Þannig hefir einn af þeim ágætu rnönnum skrifað (í „Bergens Tidende") setningar þær er á eftir fara — á landsmálinu norska — sem íslendingum er ekki ofætlun að skilja:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.