Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 Hér er sú mold, sem á brjóstinu bar oss, bjó oss hinn frjósama reit. Hér er það landið, sem heimkynni var oss, hér er vor átthagasveit. Hér er sú röddin, sem kveður og kallar, keppir við malir og sjó. Hér eiga ræktunar hugsanir allar handtökum verkefni nóg. Timarnir koma, þá tún verða meiri, trúin á moldina grær, ræktuðu blettirnir frjórri og fleiri, fegurri, sælli hver bær. Trúum að ræktunar óskirnar allar eigi sér framkvæmda spor. Munum þá trú þegar moldin oss kallar, moldin er draumgyðja vor. Guðm. Ingi Kristjánsson. Kirkjubóli. Kvæði þetta flutti höfundurinn á samkomu að afloknu Héraðsþingi U. M. F. Vestfjarða að Núpi í s. 1. april- máðuði. Vill Skinfaxi ekki sleppa af þessu vorkvæði þó að haust sé komið. Þátttaka Ungm.fél. íslands í Alþingis- hátiðinni 1930. U. M. F. liafa þegar hafist handa til undirbúnings Alþingishátíðarinnar með þegnskylduvinnu á Þingvöllum. En því hefir nokkrum sinnum verið hreyft, að U. M. F. í. komi fram sem sérstæður flokkur á Alþingshátíðinni sjálfri, og leggi fram sinn skerf til þess, að hátíðin verði glæsilegri og þjóðlegri á einhvern hátt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.