Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1928, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI Moldin kallar. Vorblærinn þegar að vaknar af dvala, veturínn þokar sér fjær. Fæðist þá lífið til fjalla og dala, faðmar og brosir og grær. Lífið á alt, það á bununa bláa, brekku tneð nýgræðingslit, sjálfala búfé og söngfugla smáa, sólskin og vorgoluþyt. Jafn fyrir öllum er vorlífsins vegur, vöxtur og gróður og ást. Alt, sem að heiman oss endranær dregur, eyðist og fær ekki að sjást. Engjarnar, túnin og hagarnir heima heilla með ilmandi þrá. Hrífandi fjarlægð er geðþekt að gleyma gróðurins blómfaðmi hjá. Hér verður morguninn hugljúfur stundum, hækkandi vorsólin rís, líður um dalinn og leikur á grundum lífsins og ástanna dís. Loftið er þrungið af lífrænum veigum, ljósguðinn drotnar á fold. Heilögurn, brosandi sólgeisla sveigum sveipast hin gróandi mold. Brosa þá túnreitir, blóinskrúði drifnir, bleikan við óræktarmó. I>á fer svo mörgum að horfa þeir hrifnir, hefjast úr makindaró. Vorsýnir allar og vonir og draumar vefjast um ræktaða fold. Koma við hjartað svo kynlegir strauinar, kallar hin íslenska mold.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.