Skinfaxi - 01.09.1929, Page 3
SKINFAXI
61
svo að þátttaka geti orðið almenn í bsendaglímu, sem
ákveðið er að sambandið gangist fyrir á hátiöinni.
Þingið telur sjálfsagt, að glímumenn beri skykkjur til
leika.“
„Þingið skorar á ungmennafjelögin að æfa þjóð-
dansa af hinu mest* kappi, svo að þau geti haft þá
um hönd á hátíðinni.
Ennfremur felur þingið sambandsstjórninni að gera
ráðstafanir til þess, að úrvalsflokkur, klæddur þjóðbún-
ingum, sýni dansa þar. “
„Þingið endurtekur áskorun siðasta sambandsþings
um það, að ungm.fjelagar — og heist allir íslendingar,
klæðist þjóðbúningum á hátíðinni."
„Þingið leyfir sjer að beina þeirri áskorun til iþrótta-
manna, að þeir beri ávalt skykkjur til leika“.
„Þingið skorar á ungmennafjelögin að starfa áfram
að eflingu heimilisiðnaðar, einkum með tilliti til sýning-
ar og sölu íslenskra muna, sem Heimilisiðnaðarfjelag
ísiands gengst væntanlega fyrir í sambandi við há-
tíðina.“
„Þingið felur sambandsstjórn að skora á löggjafar-
valdið að heiga þingvikuna sumarið 1930 og rökstyðja
áskorunina sem ítarlegast“.
2. Viðvíkjandi fræðslumálum:
„Sambandsþing U. M. F. í. leyfir sjer að beina
þeirri áskorun til fræöslumálastjórnar rikisins, að hún
láti takmarka eða helst banna kenslu erlendra tungu-
mála i barnaskólum landsins, en efla þeim mun meira
kenslu móðurmálsins."
3. Viðvíkjandi skógrækt:
„Sambandsþing U. M. F. í. felur stjórn sinni að
vinna að því, að gróðursett verði næsta ár (eða næstu
ár) a. m. k. eitt trje fyrir hvern þálifandi íslending, í
minningu Alþingishátfðarinnar 1930,“