Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1929, Síða 5

Skinfaxi - 01.09.1929, Síða 5
SKINFAXI f9 hjeraðssvæði. Er það annaðhvort eingöngu á hjeraðs- sambandanna vegum, t. d.: Hjeraðsmót, fyrirlestrastarf- semi o s. frv. — ellegar í samvinnu við hin einstöku fjelög. — Loks hefir hvert fjelag að sjálfsögðu sína eigin starfsemi, sem vart er unt að geta í stuttum út- drætti. Störf Sam- Skinfaxi, málgagn fjelagsskaparins, hefir bandsins. Verið gefinn út í 8 heftum um árið, eftir ákvæðum sambandsþingsins 1927. Um leið hefir ritið einnig verið fært i það horf, er sama þing taldi æskilegt: að Skinfaxi væri meira upplýsingablað, fregna og tilkynninga viðvíkjandi fjelagsskapnum. Þó einnig jafnframt með ýmiskonar fróðleiksgreinum og hvatningar um hverskonar þjóðheilla málefni. Skinfaxi var fluttur til ísafjarðar á s. 1. hausti, er Gunnlaugur Björnsson fyrv. ritstjóri hvarf að öðrum störfum. Björn Guðmundsson kennari að Núpi tók þá við ritstjórninni í samráði við sambandsritara (Guðm. frá Mosdal). En útgáfuna að öðru leyti, og afgreiðslu, hefir sambandsritari annast, og notið aðstoðar góðra ungmennafjelaga á Ísafirði (i Umf. Árvakri). — Hefir öll sú vinna verið leyst af hendi án endurgjalds. Fyrirlestrar hafa verið fiuttir bæði árin, á vegtim sambandsins á nokkrum hjeraðssambandasvæðum, eftir því sem tími og ástæður hafa unnist til. Gunnlaugur Björnsson, fyrv. starfsmaður sambandsins, var í fyrir- lestraferðum árin 1927 og ’28 um Hsb. Snæfellsnessýslu, Hsb. Dalamanna, og að nokkru leyti um Hsb. Borgar- fjarðar. Þar að auki flutti hann og erindi við ýms hjer- aðsmót og aðrar sainkomur. Jón Sigtryggsson frá Fram- nesi fór s. 1. vetur — 1929 — og flutti fyrirlestra um Hsb. Umf. Vestfjarða, Hsb. Umf. Austur-Húnvetninga og víðar. Fyrirlestrastarf það, sem unnið hefir verið beint á vegum hinna ýmsu hjeraðssambanda eða einstakra fjelaga, verður hjer ekki tilgreint. íþróttir hefir sambandið allmikið stutt. Er það þó

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.