Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1929, Síða 8

Skinfaxi - 01.09.1929, Síða 8
72 SKINPAXI 2. gr. Tilgangur sjóösins er að efla menningu og framfarir á Vestfjöröum, eftir þeim nánari ákvæðum, sem gerð eru i skipulagsskrá þessari. Fyrst um sinn skulu allar tekjur sjóðs þessa renna til eflingar hjeraðsskóla Vestfjarða, meðan þess gerist þörf, þó er slíkt framlag af hálfu sjóðs- ins bundið því skilyrði, að fjársöfnum til sjóðsins haldi stöðugt áfram, til eflingar sjóðnum og skal halda sjer- stakan reikning um framlag sjóðsins til skólans. 3. gr. Sjóðurinn er stofnaður með eftirfarandi fjárfram- lögum frá: Arngrími Fr. Bjarnasyni póstafgr.m. Bol.vík, kr. 100.00 Birni Guðmundss. kennara frá Næfranesi Df. — 100.00 Guðm. Jónss. frá Mosdal listskurðarm. ísaf. — 50.00 Kristjáni Guðmundssyni kaupm. ísafirði — 50.00 Alls kr. 300.00 — þrjú hundruð krónur. — Ætlast er tii að sjóðurinn fái tekjur sinar á þann hátt er hjer greinir: a. Með gjöfum einstakra manna og ijelaga. b. Með skemtisamkomum og hjeraðsmótum, er einkum sjeu haldin 17. júni ár hvert. d. Með hlutaveltum, merkja- og myndasölu og hvers- konar annari heiðarlegri fjársöfnun. e. Ennfremur með áheitum og dánarminningum. 4. gr. Þegar tekjur sjóðsins eigi renna lengur til hjeraðs- skólans, skal af hinum árlegu tekjum mynda fastan sjóð, þar til höfuðstóll hans nemur 20. þús. kr. cða meir — sje þá fyrir hendi mikilvægt menningarmál Vestfjarða, sem stjórn sjóðsins álítur styrkvert og styrkþurfa, má veita þvi helming sjóðsins, sem framlag, og auk þess árlegan styrk eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður, en þó með hliðsjón af árlegri aukningu sjóðsins undanfarið.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.