Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1929, Síða 15

Skinfaxi - 01.09.1929, Síða 15
SKINFAXI 79 tíma, og haga sem líkast því, er fyrirmælin benda til. Sjerstaklega skal vakin athygli á því, að sögurnar mega alls ekki vera lengri en ákveðið er. Sögur einstöku fjelaga, sem búin eru að senda þær, eru svo langar, að engin leið er að taka i minningarritiö nema lltinn hluta þeirra. Ruglast þá allt efni þeirra, og verða þær aldrei við hæfi. Slíkar lengri sögur geta þó verið ágæt- ur fróðleikur fyrir fjelögin sjálf að eiga. Enda mun liandritanna verða gætt, og þau send heim ef óskað er. Skýrslur og upplýsingar. Síðastliðinn útgáfutíma Skinfaxa — 1928—29 — var oftlega beðið um nýjar upplýsingar viðvikjandi hverju fjelagi: Utanáskriftir til fjelaganna, nafn formanns, tölu fjelagsmanna o. s. frv. Sýnt var fram á með rökum, að þar sem flestar slíkar upplýsingar væru teknar að fyrn- ast, — sumar mjög — eða vantaði alveg, væri þessa fyllsta þörf, til þess að varna ýmissri óreiðu og ráða bót á. Mörg fjelög brugðust vel við, og einstöku hjer- aðssambönd heil gerðu full skil. — En hitt ber ekki að dylja, að víða er enn á þessum sjálfsögðu skilum herfi- legur misbrestur. Verður því framvegis gengið enn rík- ar eftir. Ný skýrsluform eru nú ger, og verða send hverju fjelagi. í þeim er nóg rúm, greinilega niður raðað og auðvelt að útfylla. Fjögur eyðublöð verða send hverju fjelagi til út- fyllingar fyrir sama ár. Eyðublöð þessi eru fyrir yfir- standandi ár, útfyllast og sendast hið fyrsta eftir ára- rnót. (Á hverju eyðublaði er síðast getið hverjum þau eiga að sendast.) Aukaeyðublöð verða send þeim fjelögum, er upp- lýsingar vantar frá til Sambandsritara (Umf. ísl.) þó sent kunni þau að hafa skýrslur sínar til hjeraðsstjórna. hessi eyðublöð eiga að útfyllast, eftir því sem hægt er,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.