Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 5
SKINFAXI 117 , Þessi ínannfjelagsmeinsemd: Staðfestuleysið ogfvönt- un á skyldurækni, ótrygðin í sínum ýmsum myndum, er niðurdrep allra þjóðþrifa og góðra áforma. Hún þaff að upprætast úr okkar ungmennafjelagsskap, og ef vel ætti að vera, verða landræk úr okkar þjóðlífi. Þessi hringl- andaháttur, án nokkurs lilgangs, án nokkurs varanleika, eða lífsgildis er mjög óskyldur íslensku eðli. Hann er aðsmeigður ósómi sem blekt hefir fjölda af skammsýnu fólki og leitt af sjer ýmsan skaða og sýkir út frá sjer alla vega. Við ungmennafjelagar megum sfst allra íslendinga láta okkur nægja að sýnast. Við þurfutn að vera. Vera eftir megni, til fyrirmyndar öðrum landslýð og til upp- byggingar fyrir þjóð þessa. Það er og á að vera okkar ætlunarverk. Guðm. J. frá Mosdal. Til Ungmennafjelags Mýrahrepps 30. nóvember 1929. Heill hverri stofnun slórl er kýs að vinna til stuðnings þvf sem bezt og göfgast er, og heldur vörð um auðinn áa sinna, það andans magn, sem fram til þroska ber; það duldist títt sem neisti falinn foldu er frelsishöft og nauðir píndu þjóð; þó voru stöðugt til á móðurmoldu menn, sem að kveiktu blys við þessa glóð. En nú er öldin önnur frelsi fengið, og fram með logum dulda glóðin brýzt og margt er sporið giftuvænlegt gengið á glæsibraut, til heilla þjóð er snýst. Af umheims menning sterkir straumar hljóta aþ ströndum berast, þeim er innrás greið; en þeir mega’ ekki þjóðarkjarnann brjóta þá er viðnáms afl vort skert um leið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.