Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 11
SKINFAXI 123 með her á hendur nágrannaþjóð. - En þessi kenning, að útrýma ættjarðarást og hinu þjóðlega úr eðli hverr- ar þjóðar, er i rauninni hin versta tegund hernaðar, og yfirgangsháttar, því öll andleg gæði eru miklu dýrmæt- ari þeim efnislegu. Og dásemdin! sem I boði er í þess stað — alþjóðamenningin — er bæði óljós og svikvls. Á ný liggur leiðin til þessara fyrirheita upp á hið gamla ofurháa fjall, hjegómans, þar sem sýna má öll ríki ver- aldarinnar og dýrð þeirra, og segja: „Allt þetta vil jeg gefa þjer!“ — En sá sem vill hljóta það, hann verður að afneita sinu eigin þjóðerni, falla fram og tilbiðja þennan volduga svikráð: — hjegómann. Allur þjóðrækinn fjelagsskapur hlýtur að heyja strlð við hjegómann — og ungmennafjelögin sem hafa tekið að sjer Bað styðja, vernda og efla allt það, sem þjóð- legt er, hljóta að gera það sem þeim er unt til að af- stýra skaðræðum hans. Mörg dæmi mætti telja því til sýnis og sönnunar, sem hjer að framan er sagt, um hin ýmsu skaðræði, er hje- gómaskapurinn vinnur þannig að. — En aðeins fá atriði leyfir rúmið hjer að benda á, og það einungis lauslega. Nokkuð nýkunnur ósiður hjer, og þess vegna ekki mjög útbreiddur, er litun og andlitsáburður. — Hann er vissulega kostarýr og ekki laus við hjegómann, siður- inn sá. — Agætismaður einn útlendur ferðaðist hjer á landi I fyrra sumar. Hann hefir hinar mestu rnætur á íslendingum og íslensku þjóðerni, og ann því alls hins besta, enda dáði hann bæði land og lýð. Taldi hann að íslendingar væru trieðal hinna allra frlðustu þjóða, einkum kvenfólkið, „og það er synd“, sagði liann, „að þær skuli samt hafa lært að lita sig!“ — bað er og mála sannast að tæpast er hægt að hugsa sjer meira vanþakklæti við skaparann, en þessi fólks afmálun er. Vert er að maður geri ráð fyrir að það fólk eitt, er sjálft þættist lítið fagurt, hyggðist að bæta sig með áburðinum, en gæfi þá öðrum mönnum um leið, öllu fremur til

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.