Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 14
126 SKINFAXI Ný bók. Skinfaxa hefir verið send ný bðk: „Guð og lukkan“ eftir Guðmund skáld Gislason Hagalfn. Það eru þrjár sögur, og er bókin sanmefnd hinni fyrstu þeirra. — Guðmundur Hagalín er fyrir nokkru orðinn þjóðkunnur fyrii skáldskap sinn, einkum þó sðgumar, enda eru sögur hans ísienskari að eðli og efnistilhögun en flesira þeirra, ef ekki allra, er skrifa skáldsögur hjer á landi. Málið er ágætt, hugsanirnar glöggar, og lýsingarnar á persónum, atburðum og ástæðum svo frábærlega skýrar og skilgreindar, að líkara verður lifandi reynd, fyrir lesandann, en ortri frásögn. — Hjer er ekki rúm til að kryfja sögur þessar til mergjar nje ræða um þær nánar. — En Skinfaxi vill með þessum orðum minna alla lesendur sína á skáldskap Guðmundar Hagalins, svo að sjálfir geti þeir um dæmt, og mun þá ekki iðra þess að eignast hafi þeir bækur hans, og lesið. Þor- steinn M. Jónsson á Akureyri, sem undanfarin ár hefir gefið út margt góðra bóka, hefir gefið þessar sögur Hagaiíns út, og er allur frágangur bókarinnar ákjósan- legur. Guðm. J. frá Mosdal. Frá fjelögum og fjelagshögum. U. M, F. Mýrarhrepps 20 ára. Þann 28. nóv. var U. M. F. Mýrarhr. 20 ára og var þess minst með samkomu fjelagsmanna og nokkurra boðsgesta, laugardaginn 30. nóv. Jafnframt mintust nem- endur Núpsskólans fullveldisdagsins. Margar ræður voru fluttar og frumort kvæði 4. Birtist hjer eitt þeirra. Háöldruö kona hjer í sveitinni sendi fjeiaginu þá fögru afmælisgjöf. — Ef til vill flytur Skin* faxi hin kvœðin seinna. —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.