Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 12
124 SKINFAXI kytma ófríðleik sinn. — Og líkurnar fvrir þeim sömu hljóta að vera næsta litlar, að nokkuð umbætist, það sem náttúrunni hefir þóknast, að láta þeitn l tje. Klæðnaðartilhögun og fatasnið hefir lengi reynst eitt það, sem best hentar hjegómanuui að iáta eita sig með. Þvi ber ekki að neita, að fögur klæði eru prýðileg og sist til .;i fyrirlíta, jafnvel þó dýr sjeu, þar sem þau eiga viö. En þar cr tískan, eins og kallað er, sem mestu ræður, hvernig að öllu leyti er tiihagað. ísú er hjer ekki rúm til að fjölyrða neitt um þau ýinsu atriði, er að þessu lúta, nje sýna með dæmum og röksemdum, hvað fráleitt er. Þeir sem ýtarlegar vilja gera sjer grein fyrir hjegómabrögðum tískunnar með klæðnaðarhætti og fatasnið, skyldn kynna sjer ritgerð i tímaritinu Eimreið- inni („Pislarvottar tískunnar1' eftir Magnús Jónsson prófessor.) — Það er hinsvegar öliu meðalgreindu fólki fullljost, að sum tiska í klæðaburði er á engu vili bygð. Marg oftast kemst sáralítið af smekkvísi eða fegurðar- viti að, af því hjegóminn hefir alveg ráðið þar fyrir vitinu. — En „þetta er tíska úti í heiminum", í Paris eða Lundúnum ellegar einhversstaðar í Amerlku, eða hefir verið það, og þá þarf ekki að kryfja það neitt frekar til mergjar. Og þó svo siundum komi nú fyrir, oft meira af til- viljun heldur en fyrir hyggju, að fegurð og smekkvísi í klæðagerð veröi samfara tískunni. Þá getur það verið svo óviðeigandi veðráttufar og staðiiáttu hjer á iandi, að óhæft sje. Við þetta eykst síðan sú fáviska, að fólk fleigir alveg jafn fljótt frá sjer því, sem ágætt er og viðeigandi, eins og hinu, sem er fjarstæðast. Umniaeli hins norska rithöfundar (Sven Moren) um klæðnað þar, er líka vert að yfirvega í þessu sambandi hjer. Það sem vel hæfir „dömunni" á „bulevarden" í París, á ekki við „jentuna*1 uppi í „Jötunheimen". — Hvergi á norðurlöndum, og tná vera á engum stað á jörðunni, klæðir fólk sig jafn lftið eftir árstíðuni, loftslagi og veðr- áttufari, sem hjer. Ættu menn til einhverja dýrmæta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.