Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1929, Blaðsíða 6
118 SKINFAXI Þvl heill þjer kæri ættlands æskulýður sem öflug knýttir fjelagsskapar bönd. Á varðstöð hverri stendur flokkur frlður frá fremsta dal að úthafs kaldri strönd; og hann skal verja fræga feðra tungu, og forða skemmdum þjóðarstofnsins rót; þess gæta ljóss, er gegnum myrkrin þungu oss glaðast skein við hinstu vegamót. Og nú í kvöld við heilsum hópnum fríða, sem hingað góði fjelagsandinn bar og yfir tuttugu árin hugir líða sem eru frá því starf hans byrjað var. Vegur er bættur, bóndinn hyggjuspakur, sinn bætir hag með stórum efldri dáð. Með trúrri alúð plægður andans akur og i hann margskyns góðu fræi sáð. Vjer eldra fólk, sem augun vonar festum á yðar hugsjón, kæri fjelagsher! þess biðjum Guð, hann gefi að sem flestum til gagns og heilla starfa megið þjer. og dragið undan aldarstraumsins fargi þann einstakling er báran skellur á, og hvetjið hann sitt hús að reisa’ á bjargi sem hvorki regn nje stormar bifað fá. S. Kristin Jónsdóttir. (Gemlufelli). Skinfaxi tuttugu ára. Skinfaxi er rit þetta kallað, og hefir því verið valið nafn eftir hesti þeim, er Dagur sjálfur beitti fyrir kerru 6lna, að þvl er forfeður vorir Norðmenn og aðrir ása- trúarsinnar höfðu að skoðun. Svo segir Snorri frá: „Þá tók alföðr Nótt ok Dag

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.