Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 2
SKINFAXl 1(52 að i þessari trú. Á íslandi ætla þeir sér að lifa upp fornöldina. Rómantiskar sálir dreymir um að ganga í sama grasinu og söguhetjur fornsagnanna, og lifa þeirra lífi. Við íslendingar kærum okkur ekkert um, að láta líta á landið okkar sem forngripasafn og okkur sjálfa eins og steinrunnar eftirmyndir fornaldar- manna. Við viljum vera nútima ]>jóð með nútíma menningu og liugsunarhætti. En við viljum elcki glata réttinum til að lieita söguþjóð, eins og við liöfum lieitið hingað til. Þess eru víst ekki mörg dæmi, að minnst sé á íslenzkt þjóðerni, án þess að eitthvað sé þá um leið talað um íslendingasögurnar og gull- öldina. Á ferðum minum um landið hefir stundum vakn- að hjá mér spurningin um það, hvort þjóðin ætti þelta nafn framar skilið, hvort fólkið i landinu væri ekki hætt að leggja rækt við fornar minningar, livort löngunin til að geyma athurði, væri ekki liorfin úr eðli íslendingsins. Vanræksla sögustaðanna gefur tilefni til slíkra hug- lciðinga. Svo að segja hver sveit á landinu á staði, einn eða fleiri, sem tengdar ern við fornar minningar. En í þessum söniu sveitum elst upp kynslóð, sem ekki veit þetta, kynslóð, sem ekki þekkir sögurnar og ekki þekkir það samband, sem er á milli þeirra og staðarins, þar sem athurðirnir áttu sér stað. Og ferðamaðurinn, innlendur eða útlendur, kemur og fer, jafnfróður um það, sem liann ællaði sér að sjá, af því að enginn getur frætt liann um það. Eg er jjersónulega sannfærður um, að meira en lielm- ingur þeirra gesta, sem á Þingvöll koma, fara það- an án þess að þekkja Ármannsfell og Skjaldbreið. Það er fullyrt, að meðal útlendinganna, sem hér dvöldu á Alþingishátíðinni i vor, hafi verið kona,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.