Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 20
180 SKINFAXI scr söng, sem hjá þeim er rétthærri en þjóðsöngur- inn. Hver, sem ekki tekur ofan, þegar liann er sung- inn, er losaður við höfuðfatið á annan liátt og fær jafnvel löðrung um leið, og stundum meira af slíku læi. Þetta eru að eins örfá dæmi af mörgum, er sýna hvert ofurkapp er i þessari fávíslegu „Trondhjems“- haráttu, sem auðvitað lýkur með sigri Niðaróss- nafnsins. Enn er þó að geta þess, að „Trondhjemssinn- ar“ gefa út hlað, er nefnist „Trondhjemaren“. Er það dónalega skrifað saurhlað, sem aldrei hefir átt sinn líka hér á landi um rithátt, enda er ritstjóri þess mað- ur nokkur, sem vísað var héðan úr landi fyrir nokkr- um árum fyrir ýmiskonar glæpsamlega framkomu. Gefur ])að bendingu um, liver málstaðurinn er, þegar slikur maður er settur í brjóstfylkingu sem aðalmál- svari. Eitt er þó eftirtektarvert í þessari „Trond- hjems“-baróttu. „Trondhjems“-sinnar nefna dóm- kirkjuna yfirleitt „Nidarosdomen“. Er það allsterk mótsögn við aðra framkomu þeirra, en helgi kirkju- nafnsins, sem aldrei hefir Jjreyzt, er liér öfgunum yfirsterkari. — Umliverfi Niðaróss liöfðum við ekki tíma til að skoða. Þó fóru Haugerhjónin með okkur annan dag- inn sem við dvöldum þar, í bíl á hæð eina, skamt frá hænum, er nefnist Grákarlen. Er þaðan víðsýnt mjög yfir Þróndheimsfjörð og Þrændalög, sem eru mjög grösug og búsældarleg. í austurátt er borgin og rennur áin Nið i gegnum liana. 1 ánni er hólmi og á þeim hólma stóð Helgeseterklaustur sem Eysteinn munkur dvaldi á og orkti þar sitt víðfræga Liljukvæði. Engar minnjar sjást nú af því klaustiá. Fyrir utan hafnar- mynnið er Munkholmen, en þar dvaldi Snorri Sturlu- son um skeið við ritstörf. Lengra í austur sér til Illaða og enn lengra til Frostaness (sjá mynd) og sveitanna þar austur af. Er héðan því marga sögulega staði að sjá, sem íslendingum eru liugstæðir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.