Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 14
174 SKINFAXI Nokkru austar gengur nes út í Þrándheimsfjörð, og er það Frosta, og þar liæst á liæð Logtun (Lögtún), þar sem Frostaþing var háð til forna. Enn norðaust- ar er Steinvikshólmur, þar sem Ólafur Engilhrekts- son, erkibiskup i Niðarósi, lét gera öflugt vígi 1525, en hann kemur mjög við sögu Jóns biskups Arason- ar, þar sem hann dæmdi um mál þeirra Jóns og Ög- mundar biskups og vígði siðan Jón til Hólastóls. Má Útsýn yfir Niðarós. Næst sést Niðarhólminn. Á tanganum nær eru Hlaðir (kirkjan sést), en Frosta fjær. enn sjá vígisrústirnar á hólminum og sýna þær, að hér hefir öflugt vigi verið. — Járnbrautin liggur til Verdal, en þaðan er 4 km. vegur til Stiklaslaðar. Fór fjöldi mikill gangandi þá leið, enda skorti bíla til að flytja alla jafnóðum, þá er i lestunum komu. Var það óglæsileg gönguför, því að veður var lieitt og eftir margra vikna þurk voru vegir þurrir og því svo mikið ryk frá bílunum, að hver göngumaður var gráklæddur er til Stiklastaðar kom. Um kl. 1 voru

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.