Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 9
SKINFAXI
169
scr. ÖIlu er síðan stevpt saman, kaffið laitað og reitt
fram. Hver fær bolla í hendurnar, þar scm liann sit-
ur, en gengið er með brauðdiskana á milli. Nefnd
þarf að sjá um framreiðslu og skömmtulag.
í vökulok er Iiúsleslur lesinn og sálmar sungnir.
Velja skal stuttan lestur, kjarnmikinn og við bæfi og
skilning æskumanna, svo að liann auki ábrif kvölds-
ins, en reynist ekki „óbjákvæmileg plága“. —
Nágrannafélög ættu að bafa sameiginlega fundi við
og við. Það eykur skilning manna á hugsjónum U. M.
F., að fleiri ræðist við um þær en lieimamenn. Við-
kynning sú, er samfundir skapa, trcystir og gerir
áþreifanlegri, verulegri, bræðrabönd þau, er tengja
alla sanna ungmennafélaga. Þau bönd eru tryggileg-
ar tengd með ungmennafélögum en öðrum, er meira
bera þó bróðerni á vörum. U. M. F. eru þjóðernisfé-
lög, og sameiginleg ást til sameiginlegrar móður
knýtir félagsmenn saman. Ljúfari bönd og sterkari
eru ekki til. Þetta er gott að rifja upp fyrir mönnum
með samfundum.
Tvennskonar umræðumál eiga við á samfundum:
sameiginleg framkvæmdamál hlutaðeigandi félaga,
og þjóðernisleg hugsjóna- og hrifningarmál. Auk þess
eru fjör og gleði sjálfboðin á slíka fundi. —
Hverju U. M. F. hlýtur að vera það ómetanlegur
stuðningur, að allur almenningur þekki og skilji
stefnu þess, viti, bvað það befst að, og líti.til þess
með velvild og trausti. Gott ráð til þess, að kynna
félagsskapinn og afla honum vinsælda, er að halda
stöku sinnum — t. d. einu sinni á ári — fund, er ut-
anfélagsmönnum sé boðið á. Getur t. d. hver félags-
maður boðið einum gesti með sér á fundinn, og fleir-
um, ef liúsrúm leyfir. Einnig getur fundurinn verið
„opinn“, komið hver sem koma vill.
Boðsfundir fara fram á sama hátt og venjulegir U.
M. F. fundir, að öðru lcyti en því, að lögð er áherzla