Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 26
186
SKINFAXI
efni og halda honum hreinum. Ættu allir hugsandi æsku-
menn að geta verið sammála um að vinna að því.
Þá ættu U. M. F. að beita sér gegn tóbaksnautn æskulýðs,
meira og hvassar en verið hefir, einkum vindlinganautn.
Tóbaksnautn er sannarleg plága orðin á þjóð vorri, bæði
vegna sýkingar þeirrar og sljóvgunar, likamlegrar og eink-
um andlegrar, er fylgja henni, og svo sakir þess mikla fjár,
er hún eys frá þörfum framkvæmdum og hollum nautnum.
Gælu félögin unnið gagn með tóbaksbindindisflokkum,
fræðslu um skaðsemi tóbaks, og einkum með verndun barna
og unglinga gegn tóbaksnautn.
Barnadeildir.
Jóhannes Óli, kennari á Ársskógsströnd við Eyjafjörð, hefir
skrifað ritstjóra Skinfaxa langt og fróðlegt bréf um starf-
semi U. M. F. Reynis, sem hann er formaður í. Getur hann
þess, að hann haldi uppi barnadeild við félagið, í svipuðu
sniði og yngri deild U. M. F. E., sem áður hefir getið verið.
Lætur Iiann vel af árangri þeirrar starfsemi.
Bækur.
fslensk ljóð. l7rumkvæði og þýðingar. Valið og búið undir
prentun hefir Richard Beck. Reykjavík MCMXXX. útgefandi:
Þórhallur Bjarnarson. Bók þessi, sem getið var um i vor-
hefti Skinfaxa, kom út fyrir Alþingishátíð. Eru í henni um
80 islensk ljóð og þýðingar á þeim á enska tungu. Eru ljóð
þessi eftir 30 skáld, og fylgja myndir af öllum. Um allt er
bókin hin vandaðasta. Hlýtur hún að vera skemmtileg eign
og merkileg hverjum þeim, er ensku getur lesið. Eigi fæst
bók þessi almennt i bókaverzlunuin hér á landi, en panta
má hana hjá útgefanda, pósthólf 1001, Reykjavík. Hún kost-
ar 25 kr. í afarvönduðu alskinnbandi, en 15 kr. í góðu lérefts-
bandi.
íslendingasaga. Yfirlit handa skólum og alþýðu. Eftir Arnór
Sigurjónsson. Akureyri MCMXXX. — Bók þessi barst Skin-
faxa um það bil, sem hefti þetta var að fara i prentvélina.
Hefir þvi eigi unni/.t tími lil að lesa hana rækilega, en eigi