Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 23
SKINFAXI 183 á að gera þessar kröfur lil sjálfrar sín og annarra, og víkja ekki frá þeim: 1. Að ferðcist aðeins d íslenzkum slcipum með ströndum og milli landa, nema nauður reki lil annars. 2. Að skifta við þær verzlanir einar, sem láta íslenzk skip flytja vörur sínar. Ungmennafélagar, þjóðræknir menn, liljóta að standa einhuga um þessar kröfur. íslandi allt! Héðan og handan. íslenzk ull. Ársframleiðsla af íslenzkri ull liggiir óseld, og fæst enginn kaupandi. Þarf eigi að orðlengja, hvílíkur hnekkir slíkt er landbúnaðinum. En í landinu eru 100 þúsundir búlca, sem klæðast þurfa, og veðrátta slík, að hlýrra fata er þörf. Reynslan hefir sannað, að verksmiðjurnar á Akureyri og Álafossi geta unn- ið dúka, sem hver maður er fullsæmdur af, að hera klæði úr. Þó eru fluttar inn ullarvörur fyrir tvær miljónir króna árlega. Hér er öfugstreymi, sem er þjóð og einstaklingum til skaða og skammar. Skinfaxi. Ráðgert er, að næsta hefti, og síðasta þessa árs, verði prent- að í nóvember og sent út um land fyrir jól. Er i ráði að hafa það svo vandað, sem kostur er. Ættu þá U. M. F. að vera ósvikin á Skinfaxa þetta ár.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.