Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 27
SKINFAXI
187
þótti hlýða að draga að benda á hana. Þetta er fyrri hluti
sögunnar, nær fram yfir Sturlungaöld, en von er á síðari
hluta fyrir áramót. Höf. leitasl við, að gefa sem gleggst yfir-
lit yfir samhengi sögunnar — skýra orsakir og afleiðingar
atburðanna og rök þau, er liggja að kjörum þjóðarinnar og
menningu, svo sem hæfir þroskuðum uemöndum. Bókin er
skrifuð á prýðilegu máli og miklu efni komið í fá orð. Virð-
ist i fljótu bragði, að hér sé um happafeng að ræða, ekki
einasta fyrir alþýðuskólana, heldur og fyrir allan ahnenning,
er sögulegum fræðum ann og þekkja vill þjóð sína.
Perlur. Skinfaxa hefir horizt Alþingishátíðarhefti tímarits
þessa. Er það hið prýðilegasta, skreytt m. a. fjölda mynda
af islenzkum listaverkum. Er þetta líklega skrautlegasta tima-
ritshefti, sem út hefir komið á Islandi.
Skolornas uppslagsbok. Material för arbetsopgifter i olika
ámnen. Stockholm. A.B. Magn. Bergvalls förlag. 1930. Skóla-
tilskipun Svía mælir svo fyrir, að börnin skuli vanin á, að
fletta upp á ýmiskonar upplýsingum, sein kennslan gefur til-
efni til að nota, í aðgengilegum hókum. Ofanuefnd bók er
samin handa börnunum að nota í þessu skyni. Er þar ógrynn-
um af fróðleik þjappað saman. Gæti bók þessi vafalaust verið
íslenzkum kennurum mesti happafengur, að sækja i nytsam-
ar upplýsingar. Iiún kostar aðeins s. kr. 1.20, bundin. Skin-
faxa hefir verið send hún til umsagnar, og er oss sérstök
ánægja í, að benda á hana.
„K. F. U. M.-förbundets förlag“ í Stokkhólmi hefir sent rit-
stjóra Skinfaxa nokkra pésa til umsagnar. Skal bent á einn
þeirra: Det stora undret (Undrið mikla), frásögn við drengja
hæfi um það, hvernig börn verða til. (S. kr. 0,50). Gæti kver
þetta vel orðið hér að gagni, því að þörf er orðin göfugrar
fræðslu um þetta efni, i þorpum a. m. k.
Bókaverslun Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri er nú at-
hafnamest bókaútgáfa á landinu, og vandvirk að sama skapi
á val og frágang bóka. Skinfaxa hafa borizt nokkrar bækur
frá henni og mun ýmsra þeirra getið i næsta hefti. — Þor-
steinn er „einn af oss“, brautryðjandi frá fyrstu árum ung-
mennafélaganna, enda sést trú lians í verkunum.