Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1932, Page 14

Skinfaxi - 01.01.1932, Page 14
14 SKINFAXI Sambandið við fortíðina. Opið bréf til ritstjóra Skinfaxa. „Seint koma sumir, en koma þó.“ Það liefir dreg- izt lengi, að taka til athugunar bréfkaflann þinn í þessu merkilega afmælishefti Skinfaxa. Eg var reyndar steinhættur við það, en svo kem- ur Skinfaxahefti í sumar, með svolílilli viðhótar- glaðningu til mín, — einskonar vasaútgáfu af þínu langa og merkilega svari. Á ég þar við bréfkafla Ingi- mars Jóhannessonar, sem þú segist birta mcð Bessa- leyfi. Þessi bréfkafli vakti mig til umhugsunar enn á ný um deilumál okkar. Vil ég því nú, þegar suniar- og liaustannir eru úti, taka það lil lítilsháttar athug- unar, i því trausti, að ]iú ljáir eftirfarandi hugleið- ingum rúm í Skinfaxa. Ein meginhugsun gengur gegnum ritsmíð þína. Ut- an um hana vefur þú allskonar líkingum og bolla- leggingum, sem eg nenni ekki að rekja sundur og rökræða liverja fyrir sig; það myndi eyða allt of miklu af hinu dýrmæta rúmi Skinfaxa. Þessi lmgsun, sem aðallega veldur ágreiningi okk- ar, eða sem við lítum nokkuð mismunandi auguin á, er sambandið við fortíðina, eða réttara sagt viðhorf okkar nútíma-manna gagnvart liðna tímanum. Þú segir: Við eigum að viðhalda sambandinu við fortiðina, eftir því sem unnt er. Við eigum svo mikil menningarverðmæti frá liðna tímanum, sem við eig- um að iilúa að. Allt það gamla eigum við að virða, af því að forfeður okkar liafa um það fjallað. Vila- skuld niegum við leita að nýju og kynnast því, en við megum hara ekki taka það fram yfir það gamla,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.