Skinfaxi - 01.02.1958, Side 4
4
SKINFAXI
störf, svo að talað sé tungu Stephans G.
Stephanssona]’.
En einhverjir myndu nú spyrja, lwers
vegna ég hefði „á náttmálum“ teldð að
mér stjórn Skinfaxa. Víst mundi, að ekki
sé það fyrir þær sakir, að ég hafi ekki
nægum öðrum störfum að sinna, en ef til
vill má telja það mér til elliglapa.
Þó að ég hafi ekki fyrir ýmissa hluta
sakir unnið í hópi ungmennafélaga nema
mjög stuttan tíma ævi minnar, hef ég
ávallt talið þær hugsjónir, sem starfsem-
in hefur verið helguð, þess verðar, að
þeim væri lagt lið. Á þvi árabili, sem ég
sá ávallt Skinfaxa, en það var á árunum
1912—1916, brá stundum skærri birtu af
faxi hans um firði og dali, og sú birta
hefur verið mér i minni æ síðan. Á ár-
unum 1925—1927 ferðaðist ég sveit úr
sveit í nokkrum fylkjum Noregs, þar scm
gengi ungmennafélaganna er mest, og
flutti fyrirlestra á þeirra vegum, og þtí
varð mér Ijóst, að þau stóðu i fararbrodtli
fræðslu- og menningarsóknar, sem haft
hefur víðtæk og afdrifarík áhrif á vel-
ferð norsku þjóðarinnar og átti mikinn
þátt í andófi hennar gegn erlendu ofur-
valdi á styrjaldarárunum. Þá vann ég
nærfellt tvo áratugi fræðslustörf í fjörð-
um vestur, í skólum og almenningsbóka-
safni, og liafði mikil afskipti af atvinnu-
málum og félagsmálum. ÖIl þau störf
mín sannfærðu mig um, að svo bezt veita
þau varanlega gleði, að þau séu unnin í
Ijómanum af faxi þess fáks, er Dagur
riður.
Nú er á Islandi breytt mjög högum
fólks frá því, sem var um aldamótin síð-
ustu og upp úr þeim. Fleslir af minni
kynslóð höfðu sæmilega í sig og á, en
víða var þó ærið þröngt í búi og ekki
margra kosta völ fyrir flesta. En ungu
fólki var í þann tíð bjarmi í augum,
bjarmi frelsisþrár, ættjarðarástar og trú-
ar á landið og þjóðina, — trúar á lífið og
hinn græðandi og skapandi mátt þess.
Sú kynslóð á íslandi, sem nú er á bráð-
ustu vaxtarskeiði, Iiefur alizt upp við
betri kost en nokkur hinna eldri. Hún er
hraustari og glæsilegri en nokkur önnur,
sem hér hefur litið dagsins Ijós. Hún hef-
ur og notið meiri uppfræðslu en aðrar
kynslóðir og á sér flestra kosta völ lil
lífsframfæris. Og á því getur ekki leikið
nokkur vafi, að hún býr yfir meiri mögu-
leikum til mikilla framkvæmda og glæsi-
legra menningarafreka en aðrar kyn-
slóðir, sem hér hafa lifað. Svo er þá að-
eins það, hvort hún gerir sér nógsamlega
grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á henni
hvílir, áibyrgð, sem er meiri og þyngri
en allra annarra kynslóða sakir þess, að
hún megnar meira. Margur er sá, sem
um hana villir. Og þeir, scm helzt ganga
á sálnaveiðar, bjóða enn sem fyrir tvö
þúsund árum öll ríki veraldarinnar og
þeirra dýrð, bjóða háreistari hibýli og
aukin þægindi, glæstari klæði og óhóf
matar og drykkjar, gleði á skytningi við
gerviljós í þeim dökka heimi, þar sem
Nótt hvatar för á Hrimfaxa. En enn sem
fyrr cr það á vegum Dags, sem sáð er í
von og trú og sælli eftirvæntingu og upp-
skorið af gleði þess, sem finnur sig ganga
á vegum gróðrarafla lífsins.
„Seinna á þínum herðum hvíla heill og
forráð þessa lands, þegar grónar grafir
skýla gráum hærum nútímans,“ sagði
skáldið i Ijóði sínu til Ungmennafélags
íslands. Það mundu svo mín elliglöp að