Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1958, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.1958, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI er hann hét á hina glóeygu Aþenu sér lil fulltingis í leik: „Heyr gyðja, vertu góð aðstoð fóta minna.“ Svo heiti ég nú á íslenzka landvætti að vera góð aðstoð fóta yðar.“ Björn Gunnlaugsson: „Lector scholæ — námssveinar! Veit ég, góðir námssveinar, að oft finnst yður ég viðutan. Þekki ég skrýtlu yðar urn mig, að ég hafi mælt eitt sinn, er ég skar smjörið: „Þetta verður þá hypotenúsen“ — en hvað, sem þessu líður, þá hef ég fylgzt með glímum yðar. Um útilegu- menn kunnum vér margar sögur. Enga tel ég nú slika hyggja land vort, því að eigi hef ég eða aðrir, sem um landið hafa ferðazt, rekizt á þá. Útilegumenn voru taldir glímnir og harðgjörir. Embættis- menn íslenzkir verða oft að lifa sem úti- legumenn; kemur sér þá vel, að þeir séu harðgjörir, og virðingu fá þeir af alþýðu, séu þeir vel að manni. Illakka ég til að sjá yður ganga til glímu við Glímu-Gest, og mun þá athygli mín vera yðar öll.“ Dr. Hallgrímur Scheving: „Lerlor scholæ, ágætu skólasveinar! Erum vér nú í sporum Cæsars við Rubi- cofljót, er hann mælti: „Jacta est alea.“ Er ég í engu hræddur um hag yðar eða heiður skólans, því að slíkar liafa verið framfarir yðar í glímu og ástundun. Ný- lokin próf hafa sýnt, að eigi liefur liðið nám yðar við hina líkamlegu áraun, og sannast þar hið forna spakmæli Róm- verja: „Mens sana in eorpore sano.“ Mun ég nú leggja yður liin síðustu glímuráð. Gætið þess að hafa rétta fótstöðu, vinstra fót aftar hægra, aðeins hogin hné, •—- og séuð þér í loft færðir til sveiflu, þá að læsa yður inn að þeim, er sækir, þar eð þér munuð mýkri og fimari, en vermenn sterkari. Skuluð þér láta fætur dansa fimlega og hafa loftköst snör. Þol munuð þér eigi hafa verra en vermenn, og látið þá því mæða sig á að láta þeirra vera í upphafi sóknina. Munu nú eigi ráð mín verða fleiri að sinni. Glímu- skjálftinn fer af yður við fyrstu fram- göngu.“ í þessum töluðum orðum heyrist barið og kallað: „Hér sé Guð.“ ? Lector scholæ segir þá: „Inspector platearum, gangið til dyra og leiðið vermenn inn.“ Vermenn lcoma inn frá vinstri. Leggja af sér byrðar — pokar um öxl í bak og fyrir. Það er skipzt á kveðjum. Gestur Bjarnason (Glímu-Gestur) er í farar- hroddi ásamt Katli í Kirkjuvogi. Heilsa vermenn lector scholæ, kennurum og staðarráðsmanni og konu hans. Lector scholæ: „Heilir og sælir vermenn, og verið vel- komnir til Bessastaða. Vona ég, að þér færið góðar fréttir úr verstöðvum.“ Glímu-Gestur: „Þökkum vér vermenn góðar kveðjur yðar. Afla segjum vér góðan, gæftir far- sælar og mannskaða enga. Erum vér nú liingað komnir samkvæmt loforði og um- tali. Ilafa Máríudagar (landlegur) verið fáir og því fáar stundir til glímufunda. Þó skal eigi beðizt vægðar, og óskum vér helzt að ganga til glímu strax, meðan vér erum heitir af göngu.“ Dr. Scheving: „Skólasveinum er ekkert að vanhúnaði að hefja glímuna. Er lið vort skipað sex skólasveinum, og er Páll Tómasson

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.