Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1958, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.02.1958, Qupperneq 16
16 SKINFAXI um og tækifærum. ÞaÖ er sem menn átti sig ekki á, að skólarnir fá mönnum ein- ungis i hendur lykla að þeim fjárhirzl- um fróðleiks og menningar, sem nauð- syn ber til að hver maður noti sér í sem fyllstum mæli. 2. Með lögum frá 1937 var stórum bætt íjárhagsaðstaða lestrarfélaga, en þau lög voru síðan skert, og stuðningurinn af hendi ríkissjóðs við félögin varð hlut- fallslega minni, eflir því sem dýrtið jókst. Það er svo fyrst með lögunum um al- menningsbókasöfn frá 1954, að bóka- safnsmálin eru sett í svipað kerfi hér á landi og í nágrannalöndum okkar, En bæði.um fjárframlög og í'leira er þegar orðin þörf breytinga á þessum lögum. Með lögunum var landinu skipl í 31 bókasafnshverfi. Finnn kaupstaðir eru hverfi út af fyrir sig. Gert er ráð fyrir, að sveitarbókasafn sé í hverjum iireppi, en lieimilt er, að tveir hreppar eða fleiri samemist um sveitarbókásafn. Einnig geta hreppsbúar ákveðið á almennum hreppsfundi að fela liéraðsbókasafni bókasafnshverfisins að rækja lilutverk sveitarbókasafns í hreppnum, enda renna þá þau framlög, sem sveitarbókasafninu eru ætluð, til liéraðsbókasafnsins. Til þess er ætlazt í lögunum, að hrepparnir sjálf- ir reki sveitarbókasöfnin, en Iieimilað er að fela reksturinn félögum. Ef sveitarfé- lagið sjálft rekur bókasafn, kýs hrepps- nefnd því þriggja manna stjórn, en ef fé- lagi er falið að annast reksturinn, kýs það tvo af þremur i stjórnina, en lirepps- nefnd einn. Lágmarksframlag til sveitarbókasafna er 5 krónur á hvern íbúa sveitarinnar úr sveitarsjóði og jafnliá upphæð frá rík- inu. Þó geldur ríkið 50 aura á móti hverri krónu heimaframlags, sem fram yfir er lágmark, unz heimaframlagið er orðið 20 krónur á íbúa. Getur því framlag rik- isins komizt upp í kr. 12.50 á ibúa sveit- arinnar. Til heimaframlags teljast, auk framlags hreppsins, bókagjafir, pen- ingagjafir, gefin vinna, afnotagjöld og tekjur af skemmtunum, sem haldnar eru til ágóða fyrir bókasafnið. Bæjar- og héraðsbókasöfn ía tekjur sínar frá bæjum, hreppum og sýslum, þar sem þau eru staðsett, og ennfremur frá ríkinu. Lágmarksframlag bæja er 15 krónur á íbúa, og koma kr. 7.50 á móti frá ríkissjóði. Hreppur, þar sem liéraðs- bókasafn hefur aðsetur sitt, greiðir til þess 12 krónur á livern hreppsbúa, og ríkið 5 krónur. Þá greiða sýslur til Iiér- aðsbókasafna 3 krónur á hvern sýsluhúa og rikissjóður kr. 2.50. Lágmarksframlögin til sveitarbóka- safna voru þegar í upphafi of lág til þess að hugsanlegt væri, að bókasöfnin gætu rækt hlutverk silt svo, að æskilegt mætli lieita, og nú hafa þær miklu hækk- anir, sem orðið liafa á verði hóka og á bókbandi, gert þau með öllu óviðunandi. En viðast er sá áhugi rikjandi hjá for- ráðamönnum sveitarbókasafna, að heimaframlögin eru fyrir ofan lámgark og i mjög mörgum sveitum það liá, að ríkisframlagið kemst upp í liámark -— eða kr. 12.50 á íbúa. Þar sem slíkum á- liuga er fyrir að fara i sveitum með yfir tvö liundruð íhúa, má segja, að fjárráð sveitarbókasafna verði sæmileg, en i

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.