Skinfaxi - 01.02.1958, Side 20
20
SKINFAXI
OG
FKAMKVÆMDASTJÓRI
Þó að hinn nýi ritari og framkvæmda-
stjóri U.M.F.Í. sé gamall og gróinn ung-
mennafélagi og hafi starfað að málum
ungmennafélaga hér syðra og á Austur-
landi, þykir Skinfaxa ástæða til að fara
um hann nokkrum orðum og kynna hann
í þeim landshlutum, þar sem liann liefur
ekki starfað.
Skúli Þorsleinsson er fæddur í Stöðv-
arfirði á aðfangadagskvöld árið 1906,
sonur Þorsteins Mýrmanns, hónda og
kaupmanns þar, og Guðríðar, dóttur séra
Guttorms Yigfússonar í Slöð, en hann
var hinn mesti merkisklerkur og mikill
fróðleiksmaður og ágætur kennari.
Skúli fór í Hvítárbakkaskóla og stund-
aði þar nám í tvo vetur, en siðan fór hann
utan og var í skólum í Þýzkalandi, Dan-
mörku og Noregi og aí'laði sér margvis-
legrar fræðslu. Hann kom heim úr náms-
för sinni árið 1930, var um skcið heima,
en varð árið 1932 kennari við Austurbæj-
arskólann í Reykjavik. Árið 1939 varð
hann skólastjóri á Eskifirði og gegndi því
starfi, unz hann fluttist ífyrra til Reykja-
víkur og varð kennari við Melaskólann.
Snemma fékk Skúli áhuga fyrir ung-
mennafélagshreyfingunni. Hann stofnaði
ungmennafélag heima i sveit sinni og var
formaður þess. Á Reykjavíkurárum sín-
um starfaði hann að málum ungmenna-
SKLJLI ÞDRSTEINSSON
félaga, var um hríð formaður U.M.F.
Velvakandi í Reykjavík og U.M.S. Kjal-
arnesþings. Þá er hann fluttist austur á
Eskifjörð, stofnaði hann þar ungmenna-
félagið Austra og var formaður ]>ess og
driffjöður, og hann tók mikinn og heilla-
drjúgan þátt í störfum U.M.S. Austur-
lands, var þar löngum formaður. Átli
liann í mörg ár gott og veigamikið sam-
starf um mál sambandsins við Þórarin
Þórarinsson, skólastjóra á Eiðum, og
hlésu þeir því lífi i sambandið, að það
hafði víðtæk íþróttaleg og menningarleg
áhrif þar eystra.
Skúli er maður vel máli farinn og á-
gætlega ritfær, reglumaður og slarfs-
maður mikill og áhugasamur um flest,
sem til heilla horfir, samvinnulipur og
samstarfsvanur og þaulkunnngur þeim
verkefnum, sem hann hefur nú tekið að
sér að Iiafa um forystu.