Skinfaxi - 01.02.1958, Side 26
26
SKINFAXI
verið uppi meiri og minni kennslu
i íþróttum á sambandssvæðunum. Hjá
sambandi Vestur-Húnavatnssýslu fór
fram þjálfun i knattspyrnu. Stjórn sam-
bands Eyjafjarðar skýrir frá, að á
sambandssvæðinu hafi starfað þrir í-
þróttakennarar og kennt frjálsíþróttir,
fimleika, knattspyrnu, handknattleik,
sund, skíðaíþrótt og þjóðdansa.
Starfsíþróttir. Aðgerða í starfsíþróttum
utan hinna almennu héraðsmóta er að-
eins getið í skýrslu þriggja sambands-
stjórna. Samband Kjalarnesþings hélt sér-
stakt starfsíþróttamót í Félagsgarði í
Kjós. Þar var þátttaka mjög mikil, og
voru keppendur 61,32 í dráttarvélaakstri,
18 í búfjárdómum og 11 i starfshlaupi.
Segir sambandsstjórn, að áhugi fyrir
starfsíþróttum fari ört vaxandi á sam-
bandssvæðinu. H. S. Skarphéðinn hélt
starfsíþróttamót í Hveragerði, og voru
keppendur 65 frá 8 félögum. Varð ung-
mennafélag Gnúpverja hlutskarpast.
Samband Strandamanna fékk Stefán Ól-
af Jónsson til að leiðbeina ýmsum af fé-
lögunum á sambandssvæðinu i starfs-
íþróttum.
Bindindismál. Ástandið í þeim málum
virðist fara batnandi. I skýrslu U.M.S.
Kjalarnesþings segir: „Ástandið í bind-
indismálum er með ágætum á sambands-
svæðinu. Öll félögin leggja mikla áherzlu
á algert bindindi á samkomum sínum.“
Stjórn sambands Borgarfjarðar skýrir
svo frá, að siðan héraðslögregla var
stofnuð, hafi ástand á skemmtunum í
héraðinu mjög breyzt til batnaðar. Síð-
asta þing sambandsins samþykkti áskor-
un um að fram fari þjóðaratkvæða-
greiðsla um algert vínbann í landinu. „Á-
stand í bindindismálum allgolt,“ segir í
skýrslu sambands Vestfjarða. Stjórn
sambands Skagafjarðar segir svo: „Á ár-
inu var stofnað samband félaga i Skaga-
firði gegn- áfengisböli. Þess vegna voru
nokkrir fundir haldnir i héraðinu um
þau mál, og átti ungmennasambandið all-
mikinn þátt i þessu, auk þess sem for-
maður sambandsins mætti á nokkrum
fundum ásamt erindreka landssam-
bandsins, Axel Jónssyni." I skýrslu sam-
bands Eyjafjarðar er sagt: „Ástand i
bindindismálum er sæmilegt og bind-
indismálin rædd alltaf öðru hvoru inn-
an ungmennafélaganna.“ Stjórn sam-
bands Suðurþingeyinga segir: „Mjög
sæmilegar horfur.“ Loks segir í skýrslu
H.S. Skarphéðins: „Á héraðsþingi eru
bindindismálin rædd og gerðar sam-
þykktir í þvi efni. Ástandið í þessum
málum virðist betra eftir þvi sem fjær
dregur þorpum og kaupstöðum.“
Önnur störf. Fjögur af samböndunum
geta framkvæmda í skógrækt, Vestur-
Húnavatnssýslu, Skagafjarðar, Eyja-
fjarðar og Skarphéðinn. Á starfsíþrótta-
móti Skarphéðins „var sýndur árangur í
garðrækt, sem unglingar höfðu séð um“,
og sambandið útvegaði leiðbeinanda um
plöntugreiningu i sambandi við Búnað-
arsamband Suðurlands. U.M.S. Kjalar-
nesþings efndi til sveitakeppni i skák og
einnig unglingakeppni. Segir svo í skýrslii
stjórnarinnar: „Sambandið leggur á-
herzlu á að örva áhuga fyrir skákíþrótt-
inni með því að fá skákmeistara til að
tefla fjölskák við félagsmenn. Starfsemi
þessi hefur tekizt vel og verið vinsæl.
U.M.S. Kjalarnesþings efndi til þriggja
hópferða á árinu, kvnnisför til Norður-