Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 3
£kihfaxi Tímarit U.M.F.l. 1. hefti 1959 • Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélags Islands. Reykjavík. Afgreiösla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Guðm. Gíslason Hagalín. Pósthólf 1342. Sími 50166. • Félagsprentsmiðjan h.f. Snillingur og mikilmenni I ÞjóSminjasafninu í Reykjavik hefur undanfarnar vikur verið málverkasýning, sem fólk hefur streymt að, ekki aðeins úr bænum, heldur einnig úr næstu sveit- um, bæjum og sýslum. Menn liafa reikað um salina og horft á hinar mörgu og marg- breytilegu myndir, sem þakið liafa þar alla veggi, og þó að það, sem fyrir augun hefur borið, hafi tekið menn misjöfnum tökum,liafa þeir allir orðið meira og minna hrifnir og undrandi, komzt úl úr sínuin liversdagsheimi inn í veröld dásamlegra lita og forma, sem túlka fegurð, hrika- leik og fjölbreytni landsins, andlegt líf þjóðarinnar og sögu hennar í baráttu við ugginn, myrkrið og trylldár bamfarir nátt- úrunnar. Og engin mundi hafa komið þarna, án þess að áhrif þess, sem hann hefur séð, fylgi honum stutta eða langa ævi, hvernig sem þessum eða hinum kann úr þeim áhrifum að vinnast. Engir munu heldur liafa reikað um hina myndauðugu sali, sem sýna fyrstu fálmandi listatök ungs manns, frábær og fullgerð verk snillingsins og listaverk, sem andi hans og snilli liafa verið að móta, en lífsins stundaglas ekki leyft honum að ljúka við, án þess að mál- arinn sjálfur hafi að meira eða minna leyti orðið ímyndunarafli þeirra viðfangs- efni, því, senx þessi eða hinn hefur um liann lieyrt eða séð, skotið upp í hugan- um og það breytzt að einhverju leyti fyrir áhi’if myndanna. Það var ái’ið 1952, að Ásgrímur Jóns- son listmálari gaf íslenzka ríkinu allar eignir sínar eftir sinn dag, málverk sín öll og hús sitt. En það var eklci fyrr en að

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.