Skinfaxi - 01.02.1959, Síða 11
SKINFAXI
11
þórbetqut þótíatMH
SJÖTUGVK
Þórbergur Þórðarson er engum öðrum
líkur sem maður og rithöfundur. Þess
vegna þarf engum að koma á óvart, þó
að brugðið sé út af venjunni og minnzt
sjötugs afmælis lians réttu ári eftir að
bann varð sjötugur. Hann er sem sé fædd-
ur 12. marz 1888, en ekki 1889. En livað
um það, sjötugur er hann orðinn og því
enn unglegri bæði i sjón og anda en ella
mætti ætla.
Hann fæddist á Breiðabólsstaðarbala i
Suðursveit og dvaldi heima hjá foreldrum
sínum fram á unglingsárin, en fór svo til
Reykjavíkur og hefur átt þar beima síðan.
Hann stundaði sjó á skútum í þrjú ár, en
vann annars lengi vel ýmis störf, eftir þvi
sem kostur var á. Hann stundaði nám í
kennaraskóla, las undir gagnfræðapróf og
sótti í marga vetur fyrirlestra í íslenzkum
fræðum í Háskóla lslands. Hann varð mjög
málfróður, og um skeið var liann íslenzku-
kennari í ýmsum skólum, en síðustu þrjá
áratugi hefur hann eingöngu stundað rit-
störf.
Þórbergur varð fyrst þjóðkunnur af
mála, sem sambandið befur ábuga fyrir
eða geta valdið allmiklu um starf þess og
hagi.
Sambandsstjórn hefur því ákveðið, að
kveðja ekki saman þing fyrr en með haust-
inu.
Bréfi til Láru, sem út kom haustið 1924.
Sú bók vakti mikla hrifni, skcmmti fjöl-
mörgum og ergði margan manninn, og
svona hefur verið um flest það, sem Þór-
bergur hefur skrifað. En bækur hans eru
orðnar ærið margar.
Þórbergur hefur haft mikil áhrif á frá-
sagnarstíl ýmissa sér yngri rithöfunda.
Hann skrifar mjög sérlcennilegan, en þó
afar eðlilegan og lifandi stíl. Still hans er
alþýðlegur og laus við tyrfni, og þó viðar
Þórbergur að sér orðum úr ýmsum átt-
um og er mjög djarfur í vali. En hin sér-
kennilegu orð og stundum framandlegu
velur hann ekki til þess að sýna, að hann
kunni þau eða svo sem til að skreyta stíl-
inn, heldur notar þau til að túlka bugsun,
liugblæ, tilfinningu, sem án þeirra yrði
lesendum ekki lifandi veruleiki, og liann
er svo fundvís á þessi orð og glöggur á
áhrif þeirra, að sumir meðtaka þau án þess
að taka eftir að sérstætt orð bafi verið í
setningunni, en aðrir dá snilli þess, sem
skrifar.
Þá er Þórbergur oft mjög skemmtilegur
sögumaður, lætur sitthvað fjúka, sem aðr-
ir skirrast við að segja, viðhorf bans stund-