Skinfaxi - 01.02.1959, Side 22
22
SKINFAXI
3 áhfjincf fanclá
1959
Um páskana var haldið i Reykjavík hið ár-
lega Skákþing Islands, þar sem keppt er um
skákmeistaratitil Islands. Þetta mót hefur und-
anfarin ár verið haldið á ýmsum tímum, en
í framtíðinni mun vera ætlunin að halda það
um páskana, m. a. til að auðvelda mönnum
utan af landi þátttöku. Stendur þá mótið í rúma
viku, og eru tefldar tvær umferðir flesta dag-
ana. Kom strax í ljós, að þetta fyrirkomulag
er heppilegt fyrir menn utan af landi, því að
þeir voru helmingur keppenda í landliðsflokki,
og mun það ekki hafa gerzt áður. Er sú þró-
un gleðileg og vonandi, að svo haldi áfram.
Skákmeistari íslands varð Ingi R. Jóhanns-
son, og kom það engum á óvart, því að hann
hefur i nokkur ár verið í fremstu röð íslenzkra
skákmanna. Ingi hefur tvisvar áður hlotið
þennan titil og er þó aðeins 22 ára gamall.
Hann sýndi mikið öryggi og yfirburði á mót-
inu, vann 9 fyrstu skákirnar, gerði jafntefli
í tveim hinum síðustu og tryggði sér þar með
sigurinn, hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. 1
næsta sæti urðu jafnir Ingvar Ásmundsson,
Laugarvatni, og Ingimar Jónsson, Akureyri,
með 8V2 vinning hvor.
Hér kemur svo ein af skákum Inga frá mót-
inu. Andstæðingur hans er einn af yngri og
efnilegri skákmönnum Norðlendinga.
Hvítt: Ingi R. Jóhannsson.
Svart: Halldór Jónsson.
Kóngsindverk vörn.
1. cZ—cJf, Rg8—f6, 2. Rbl—c3, g7—g6, 3. eZ—
elh d7—d6, 4. dZ—dk, Bf8—g7, 5. Bfl—eZ.
Hvítur velur leið, sem oft hefur verið beitt
með góðum árangri gegn kóngsindversku
vörninni.
5. —, 0—0, 6. Bcl—g5, Rb8—d7.
Það er skoðun skákfróðra manna, að svart-
ur verði að leika hér 6. —c5, ef hann vill
hafa von um að geta jafnað taflið. Ekki
mátti hins vegar leika 6.—e5 vegna 7.dxe5,
dxe5, 8. Dxd8, Hxd8, 9. Rd5 og vinnur peð.
7. Ddl—dZ.
Hér kom einnig til greina að leika 7,f4.
7. —,e7—e5, 8. dlf—d5, Rd7—c5, 9. fZ—f3, h7
—h6.
Skemmtilegur leikur, sem neyðir hvitan til
að hörfa með biskupinn, því að 10. Bxh6
leiðir til hagstæðra mannakaupa fyrir svart-
an með 10,—Rfxe4 og siðan Dh4f og Dxh6.
10. Bg5—e3, b7—b6, 11. 0—0—0, Kg8—h7.
Hvítur hótaði nú Bxh6.
12. gZ—glt, Rf6—g8, 13. h2—hk, f7—f5.
Þessi leikur er varla tímabær ennþá.
lk. hk—h5!
Á þennan hátt opnar hvítur sér línu til
sóknar kóngsmegin.
lk. — J5—fk, 15. hSxgdt, Kh7xg6, 16. Be3—
f2, Bg7—f6, 17. Kcl—bl, Bc8—d7, 18. Hdl—Cl.
Hvítur undirbýr aðgerðir á báðum vængj-
um.
18. — ,a7—a5, 19. Be2—d3, Bf6—g5, 20. Rgl—
hS, Rg8—f6, 21. Rc3—eZ, Dd8—e7.
Betra var að leika 21.—Kg7 til að hindra
næsta leik hvíts.
ZZ. Re2xfkV-
Með þessum leik opnar hvitur taflið sér