Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 28
28 SKINFAXI ann, og annað á hún ekki. Hún mun aldrei geta gleymt asnanum sínum!“ Alfífa frænka þóttist sjá, að nú væri svo komið, að lienni mundi henta að þoka sér nær þeim Menó og Sigdóru. Hún fór að lofsyngja þá látnu, var hryggðin upp- máluð. Með eigin liöndum hafði hún lilúð að henni í kistunni og breitt sveitadúk úr fínasta líni yfir ásjónuna á henni. Nei, hún var ekki að segja frá þessu til þess að minna á, hve birg hún væri af líni, síður en svo. Hrærður í huga vék Menó sér að nábýliskonu sinni, Angelu, sem sat grafkyrr — eins og hún væri steingerv- ingur: „Hvers vegna situr þú þarna eins og dæmd? Eftir hverju ertu að bíða? Þú verð- ur þó líklega að láta flá asnann? Þá færðu að minnsta kosti eitthvað fyrir húðina.“ Jrá álrifdofoL W W 3 i Til kaupenda Skinfaxa. Gerið svo vel að senda skrifstofunni sem allra fyrst greiðslu og skilagrein fyrir ár- ið 1958. Gleymið því ekki. Sendið þetta strax og þið lesið þessa orðsendingu. Yfirlit yfir skógræktarstörf. Skrifstofuna vantar tilfinnanlega yfirlit yfir skógræktarstörf ungmennafélaganna. Stjórnir þeirra eru því beðnar þess mjög eindregið, að gleyma ekki þeim mikla og merka þætti starfseminnar, þegar þær fylla út skýrslur sinar. Ingólfur, ungmennafélag Holtamanna, minntist fimmtugsafmælis síns seint á liðnu ári — eða hinn 13. desember s.l. Var lialdið hóf mikið á Laugalandi. Þar voru saman komnir gamlir og nýir félagsmenn — og gestir þeirra úr sveitinni og utan liennar. Formaður félagsins, Hermann Sigurjónsson í Raftholíi, setti samkom- una og hauð gesti velkomna. Hann gat þess, að enn væru á lífi 11 af stofnend- um félagsins, og hefði verið ákveðið að gera þá að heiðursfélögum. Magnús Guð- mundsson í Mykjunesi rakti starfsferil fé- lagsins allt frá stofndegi, en stofnað var það 2. ágúst 1908. Gamall Holtamaður, Guðmundur Daníelsson rithöfundur, las upp, og ýmsir af félögunum skemmtu með upplestri, gamanvísnasöng og flutningi gamanþátta. Þá var fluttur fjöldi af ræð- um. Voru ræðumenn, aulc þeirra, sem áð- ur hefur verið getið, Sigurður Greipsson i Haukadal, Sigurjón Sigurðsson í Raft- holti, Guðlaugur Jóhannsson kennari, Ste- fán Jasonarson í Vorsabæ, Ölafur Guð- mundsson í Hellatúni, Isak Eiríksson á Rauðalæk og Einar Benediktsson frá Nefs- holti. Félaginu bárust ýmsar gjafir, og má þar nefna segulbandstæki frá göml- um félögum og peningagjöf frá Guðmundi Þorleifssyni á Þverlæk og ltonu hans; skal verja fénu til kaupa á kvikmyndavél, — og loks land undir skógrækt frá hjónun- um í Nefsholti, Benedikt Guðjónssyni og konu lians. Félagið liefur margt starfað á þeim fimmtíu árum, sem liðin eru frá stofnun þess. Meðal annars hefur það starfrækt hókasafn í sveitinni.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.